Guðlaug Vilhjálmsdóttir (Múla)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Vilhjálmur og Guðbjörg með börnum sínum. Sigurður Ingi situr á milli hjónanna.

Guðlaug Vilhjálmsdóttir frá Múla, húsfreyja fæddist 27. maí 1907 á Múla og lést 22. júlí 1974.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Ólafsson sjómaður, útgerðarmaður á Múla, f. 28. ágúst 1872 í Rofabæ í Meðallandi, d. 3. júlí 1951, og kona hans Guðbjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 27. september 1869 á Fossi í Mýrdal, d. 10. júlí 1929.

Börn Vilhjálms og Guðbjargar voru:
1. Ólafur Vilhjálmsson skipstjóri, sjómaður, f. 12. september 1900, d. 24. febrúar 1972.
2. Þorgerður Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Múla, f. 12. ágúst 1903, d. 29. september 1990.
3. Kjartan Leifur Vilhjálmsson skipstjóri, sjómaður, f. 20. mars 1906, drukknaði 30. mars 1932.
4. Guðlaug Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 27. maí 1907, d. 22. júlí 1974.
Fóstursonur þeirra var
5. Sigurður Ingi Jónsson prentari í Reykjavík, f. 19. júní 1917, d. 30. október 1997.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku Hún fluttist til Reylkjavíkur á síðari hluta 3. áratugarins.

Maður Guðlaugar, (20. desember 1931), var Guðmundur Sveinbjörn Runólfsson bifreiðastjóri, f. 23. desember 1905, d. 20. maí 1961. Foreldrar hans voru Runólfur Guðmundsson bóndi, sjómaður, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 5. mars 1869, d. 2. mars 1948, og kona hans Sigurbjörg Eiríksdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1880, d. 18. apríl 1964.
Börn þeirra:
1. Kjartan Vilhjálmur Guðmundsson rafvirki, f. 30. nóvember 1931. Kona hans Helga Einarsdóttir sjúkraliði.
2. Svala Guðmundsdóttir húsfreyja, flugfreyja, f. 16. september 1943.
3. Guðbjörg Einara Guðmundsdóttir húsfreyja, móttökuritari, f. 24. júlí 1947.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.