Guðmundur Þorkelsson (Vesturhúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum fæddist 2. mars 1828 og lést 7. mars 1859.
Foreldrar hans voru Gyðríður Sveinsdóttir húsfreyja í Skarðshjáleigu í Mýrdal, síðar í Eyjum, f. 1785, d. 3. janúar 1859, og síðari maður hennar Þorkell Jónsson bóndi, f. 1787, d. 12. desember 1839.

Systkini Guðmundar í Eyjum voru:
1. Sveinn Hjaltason bóndi og lóðs á Vesturhúsum, f. 3. desember 1815, d. 23. júni 1879.
2. Sigríður Hjaltadóttir vinnukona í Nýjabæ, f. 9. ágúst 1818.
3. Filippus Hjaltason vinnumaður í Nöjsomhed, f. 12. maí 1820.
4. Eyjólfur Hjaltason á Löndum, sjávarbóndi 1870, bókbindari í Kornhól, f. 19. desember 1821.
5. Björn Hjaltason vinnumaður, sjómaður, f. 10. júní 1843, drukknaði 26. mars 1842.
6. Jón Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, tómthúsmaður í Grímshjalli, f. 18. september 1826.
Bróðursonur Guðmundar var
7. Þórður Hjaltason á Steinsstöðum.

Guðmundur var andlega þroskaheftur frá fæðingu.
Hann var hjá foreldrum sínum í Skarðshjáleigu til ársins 1837, niðursetningur á Ketilsstöðum til ársins 1847, en með móður sinni í dvöl á Dyrhólum til 1848, er þau fluttust til Sveins að Vesturhúsum. Þar var Guðmundur skráður vinnumaður.
Hann lést 1859, tveim mánuðum síðar en móðir hans.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.