Guðmundur Bergur Antonsson
Guðmundur Bergur Antonsson, sjómaður, stýrimaður fæddist 24. nóvember 1956 og lést 5. júlí 2025.
Foreldrar hans voru Anton Júlíus Guðjónsson sjómaður, verkamaður, f. 20. ágúst 1907, d. 15. september 1991, og kona hans Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir húsfreyja, verkalýðsfrömuður og alþingiskona, f. 8. ágúst 1921 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, d. 26. apríl 1994.
Börn Aðalheiðar og Antons voru:
1. Ingigerður Antonsdóttir húsfreyja í Akurey í Landeyjum, f. 20. júní 1945 í Brautarholti.
2. Steinunn Birna Antonsdóttir Magnúsdóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1947 á Brekastíg 31, d. 21. október 2013.
3. Hlynur Þór Antonsson, f. 2. maí 1949 á Brekastíg 31, d. 3. janúar 1951.
4. Hlynur Þór Antonsson verkamaður í Reykjavík, f. 10. desember 1952, d. 9. janúar 2022.
5. Guðmundur Bergur Antonsson sjómaður, stýrimaður, f. 24. nóvember 1956, d. 5. júlí 2025.
Börn Antons og Ástu Linddal Stefánsdóttir í Bergholti, f. 26. apríl 1916. Hún var síðar húsfreyja á Kumbaravogi og Efstu-Grund í Flóa, d. 19. febrúar 2005.
6. Ásta Erla Antonsdóttir, f. 24. júlí 1937 í Bergholti.
7. Hörður Antonsson, f. 20. mars 1939 í Bergholti.
Þau Eyrún giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Esther giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Selfossi.
I. Fyrrum kona Guðmundar Bergs er Eyrún Þóra Baldursdóttir Bachmann, f. 30. apríl 1960. Foreldrar hennar Baldur Magnús Stefánsson, f. 13. nóvember 1928, d. 19. desember 2021, og Bergþóra Bachmann Friðgeirsdóttir, f. 21. júlí 1929, d. 10. ágúst 2021.
Börn þeirra:
1. Bergþóra Bachmann, f. 6. júní 1980, d. 1. júlí 2011.
2. Ingi Steinn Bachmann, f. 9. maí 1986.
II. Kona Guðmundar er Esther Ingimarsdótir Urban, f. 23. mars 1967. Foreldrar hennar Svana Sigurrós Sigurgrímsdóttir, f. 2. september 1935, d. 17. nóvember 2004, og Sigfried Ingimar Urban, f. 17. ágúst 1934, d. 9. ágúst 2001.
Börn þeirra:
3. Guðfinnur Urban, f. 23. apríl 1992.
4. Svana Sigurrós Urban, f. 11. desember 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Ingigerður.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.