Guðmundur Einar Kristjánsson (Ártúni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Einar Kristjánsson frá Ártúni, verkamaður fæddist 14. september 1937 á Reyni og lést 2. maí 1977.
Foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson verkamaður, bóndi, f. 2. desember 1911 í Reykjavík, d. 16. apríl 1979, og fyrri kona hans Guðný Ingibjörg Einarsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 22. desember 1918, d. í september 1939.

Barn Kristjáns og fyrri konu hans Guðnýjar Ingibjargar Einarsdóttur:
1. Guðmundur Einar Kristjánsson verkamaður, síðast í Reykjavík, f. 14. september 1937 á Reyni, d. 2. maí 1977, ókvæntur og barnlaus.
Börn Kristjáns og síðari konu hans Fjólu Gísladóttur:
2. Guðný Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1941 í Ártúni, Vesturvegi 20.
3. Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 11. maí 1943 í Ártúni.
4. Sigurbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 18. apríl 1945 á Harrastöðum. Maður hennar er Magnús Jónasson.
5. Jóna Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1948 í Háagerði. I. Fyrri maður hennar var Magnús Ólafur Hjaltason. II. Maður hennar er Ólafur Hjaltason.
6. Gísli Snævar Kristjánsson húsasmiður á Sauðárkróki, f. 7. nóvember 1949 í Háagerði. Kona hans er Svanhildur Dagbjört Einarsdóttir.
7. Anna Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 16. júní 1952 í Háagerði. I. Fyrri maður hennar var Jóhannes Pálsson. II. Síðari maður hennar er Kristmundur Hrafn Ingibjörnsson.

Guðmundur Einar missti móður síns, er hann var tveggja ára.
Hann ólst upp hjá föður sínum og föðurforeldrum, en síðan hjá föður sínum og Fjólu síðari konu hans.
Guðmundur Einar fluttist með þeim til Skagastrandar og var með þeim á Neðri-Harrastöðum og í Háagerði þar. Hann gerðist verkamaður og ól mestan aldur sinn á Skagaströnd, en síðar í Reykjavík.
Hann var ókvæntur og barnlaus, lést 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.