Guðmundur Guðmundsson (Fagradal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Guðmundsson frá Fagradal, sjómaður á Húsavík fæddist 24. mars 1954.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðnason trésmiður, bóndi, sjómaður, f. 30. apríl 1924 á Búðareyri við Reyðarfjörð, d. 18. janúar 1995 á Húsavík, og kona hans Fjóla Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1929 á Hellissandi, d. 8. júní 1998.

Börn Fjólu og Guðmundar:
1. Kristín Kolbrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði og á Hellu, f. 14. október 1948, d. 10. janúar 2020. Maður hennar Samúel Guðmundsson.
2. Valey Guðmundsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 13. september 1950. Maður hennar Svavar Valdimarsson.
3. Guðmundur Guðmundsson sjómaður, síðar á Húsavík, f. 24. mars 1954. Kona hans Ólína María Steinþórsdóttir.
4. Halldór Guðmundsson sjómaður í Eyjum, bóndi í Suðursveit, trésmiður í Kópavogi, f. 29. nóvember 1955, d. 28. ágúst 2014. Barnsmóðir hans Anna Ísfold Kolbeinsdóttir. Kona hans Inga Lucia Þorsteinsdóttir.
5. Ingi Vigfús Guðmundsson öryrki, dvaldi á Kópavogshæli, síðar í sambýli að Skógarseli í Reykjavík, f. 28. júlí 1957, d. 16. desember 2004. Ókvæntur.
6. Guðni Þorberg Guðmundsson sjómaður, f. 15. maí 1960, d. 17. febrúar 1981 í sjóslysi, er hann tók út af Heimaey VE við Þykkvabæjarfjöru.
7. Guðrún Unnur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1964, d. 25. júní 2023. Maður hennar, skildu, Guðjón Þ. Gíslason.

Guðmundur var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Eyja 1969 og bjó í Fagradal. Hann fluttist til Hafnar í Hornafirði 1975, vann hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga. Þau Ólína fluttu til Húsavíkur 1982. Þar var Guðmundur sjómaður.
Hann var í sambúð með Birnu í Eyjum og skamma stund í Reykjavík. Þau eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Ólína María giftu sig 1988, eignuðust eitt barn. Þau hafa búið á Húsavík.

I. Sambúðarkona Guðmundar var Birna Ragnheiður Björg Jóhannsdóttir, f. 11. mars 1955 í Reykjavík, síðast í Ásholti 4a í Dalvíkurbyggð, d. 22. október 2017. Foreldrar hennar voru Jóhann Þorsteinsson frá Litlu-Hámundarstöðum á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, vélstjóri, smiður, f. 17. júlí 1911, d. 18. september 1993, og fyrri kona hans Guðný Kristveig Jónatansdóttir frá Svalbarðsströnd, f. 16. október 1916, d. 20. nóvember 1978. Börn þeirra:
1. Valgarður Þór Guðmundsson, f. 18. janúar 1974, ókvæntur.
2. Guðni Þór Guðmundsson, f. 18. nóvember 1976, ókvæntur.

II. Kona Guðmundar , (27. nóvember 1988), er Ólína María Steinþórsdóttir húsfreyja, f. 2. maí 1947. Foreldrar hennar Steinþór Helgi Karlsson, f. 22. júní 1925, d. 1. júlí 2005, og María Stefanía Aðalsteinsdóttir, f. 3. júlí 1926, d. 20. október 2013.
Barn þeirra:
3. Guðný Þóra Guðmundsdóttir skrifstofumaður, öryrki, f. 15. maí 1981, ógift.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðmundur.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.