Guðný Ólafsdóttir (Odda)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðný Ólafsdóttir vinnukona, verkakona, húsfreyja fæddist 28. október 1875 og lést 19. apríl 1961.
Foreldrar hennar voru Ólafur Sigurðsson bóndi, bátsformaður, f. 2. mars 1840 í Káragerði í V-Landeyjum, d. 13. apríl 1916 í Eyjum, og kona hans Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1835 í Bollakoti í Fljótshlíð, d. 4. janúar 1918.

Börn Þórunnar og Ólafs,-í Eyjum:
1. Guðný Ólafsdóttir vinnukona, verkakona, f. 28. október 1875, d. 19. apríl 1961.
2. Sigurður Ólafsson sjómaður, f. 11. desember 1879, d. 18. nóvember 1918.

Guðný var með foreldrum sínum á Skíðbakka í A.-Landeyjum 1880, í Gularáshjáleigu þar 1890, var vinnukona á Bergþórshvoli í V.-Landeyjum 1910.
Hún flutti til Eyja 1914 frá Skíðbakka, var verkakona, var vinnukona hjá Sigurði bróður sínum á Rafnseyri 1915, leigjandi í Odda við Vestmannabraut 63 1920, lausakona á Bakkaeyri við Skólaveg 26 1927, ógift húsfreyja þar 1930, 1934, 1940, 1945, húskona þar 1949.
Guðný lést 1961 á Bakkaeyri.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.