Guðný Bjarnadóttir (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðný Bjarnadóttir frá Vilborgarstöðum fæddist 22. ágúst 1875 og drukknaði 16. maí 1901.
Foreldrar hennar voru Bjarni Þorsteinsson vinnumaður, f. 1. nóvember 1841, d. 6. september 1930, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, vinnukona, f. 2. júlí 1832, d. 2. janúar 1912.

Bróðir Guðnýjar var
1. Sigurjón Bjarnason, f. 1. febrúar 1872, fórst við Klettsnef 16. maí 1901.
Hálfsystir þeirra, samfeðra, var
2. Jónína Bjarnadóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 31. maí 1889, d. 4. mars 1912. Hún var fyrri kona Valdimars Árnasonar sjómanns, síðar í Vallanesi og Sigtúni, f. 13. júlí 1885, d. 4. ágúst 1965.

Guðný var með foreldrum sínum í bernsku í vinnumennsku þeirra, en var síðan hjá vandalausum, - á Ofanleiti, á Vilborgarstöðum. Hún var vinnukona á Vilborgarstöðum 1890, á Löndum, er hún fórst með Fjallaskipinu Björgólfi í Beinakeldu við Klettsnef 16. maí 1901.
(Þetta er sennilega hin rétta. Sú, sem drukknaði var sögð 17 ára, en við aldur hennar var gerð athugasemd (NB) í pr.þj.bók. Líklegri kona með þessu nafni og aldri finnst ekki á mt. 1901. Með henni drukknaði einnig Sigurjón bróðir hennar).
Hún var ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.