Guðný Guðmundsdóttir (Minna-Núpi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja á Minna-Núpi fæddist 29. mars 1890 í Skálakoti u. Eyjafjöllum og lést 25. desember 1985.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson bóndi í Skálakoti u. Eyjafjöllum, síðar vinnumaður á Neðri-Þverá í Fljótshlíð, f. 24. nóvember 1847, d. 1906, og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, síðar á Jaðri, en síðast í Reykjavík, f. 24. júlí 1851, d. 30. ágúst 1939.

Systkini Guðnýjar í Eyjum voru:
1. Oktavía Guðmundsdóttir húsfreyja á Reynistað, síðar í Reykjavík, f. 18. maí 1882, d. 29. september 1960, gift Þorkeli Sæmundssyni.
3. Þorlákur Guðmundsson skósmiður í Dal, f. 28. júní 1886, d. 9. maí 1978, kvæntur Gunnþórunni Gunnlaugsdóttur húsfreyju, f. 17. ágúst 1878, d. 30. apríl 1920.

Guðný fluttist til Eyja 1908.
Hún var vinnuhjú í Garðinum 1910, giftist Kristjáni 1912. Þau bjuggu í Garðsauka 1912-1917, síðan að Minna-Núpi, áttu 4 börn.
Kristján drukknaði 1922.
Guðný bjó með Helga á Minna-Núpi 1926. Hann lést 1940.
Hún fluttist til Reykjavíkur, bjó síðast að Blönduhlíð 22, lést 1985.

Guðný var tvígift í Eyjum.
I. Fyrri maður hennar, (1. desember 1912), var var Kristján Jónsson frá Dölum, skósmiður, sjómaður, f. 12. apríl 1888, drukknaði 21. mars 1922.
Börn þeirra voru:
1. Guðmundur Kristjánsson, f. 11. maí 1914 í Garðsauka, d. 5. júní 2003.
2. Elín Kristjánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. ágúst 1915 í Garðsauka, d. 15. desember 1984.
3. Andvana stúlka, f. 8. ágúst 1917 í Garðsauka.
4. Þorgerður Þórdís Kristjánsdóttir, f. 26. febrúar 1920 á Minna-Núpi, d. 2. mars 1990.
5. Guðlaug Alda Kristjánsdóttir kaupkona í Reykjavík, f. 21. september 1921 á Minni-Núpi, d. 2. desember 2012.

II. Sambýlismaður Guðnýjar var Helgi Guðmundsson, þá ekkill, matsveinn, ráðsmaður, f. 19. ágúst 1883, d. 11. ágúst 1940.
Barn þeirra:
5. Kristjana María Klara Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. október 1926, d. 30. september 1986.
Stjúpdóttir Guðnýjar, barn Helga frá fyrra hjónabandi hans, var
6. Anna Ólöf Helgadóttir, f. 24. ágúst 1909, d. 29. september 2004.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.