Guðni Guðmundsson (tölvunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðni Guðmundsson tölvunarfræðingur fæddist 28. júní 1959 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kristinn Ólafsson vélstjóri, birgðavörður, f. 23. ágúst 1918, d. 4. mars 2002, og kona hans Guðrún Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1925, d. 6. ágúst 2021.

Börn Guðrúnar og Guðmundar Kristins:
1. Hjálmar Guðmundsson vélfræðingur í Vestmannaeyjum, f. 14. september 1948 í Bergholti. Kona hans Sveininna Ásta Bjarkadóttir, látin. Sambúðarkona hans er Pálína Úranusdóttir.
2. Ólafur Guðmundsson vélfræðingur, f. 7. nóvember 1952 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Lilja Júlíusdóttir, látin. Kona hans Hrefna Guðjónsdóttir.
3. Sigurjón Guðmundsson bankastarfsmaður, f. 15. júní 1954 að Brimhólabraut 13.
4. Guðni Guðmundsson tölvunarfræðingur, f. 28. júní 1959 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Þórdís Njarðardóttir.
5. Sigrún Guðmundsdóttir matvælafræðingur í Hafnarfirði, f. 9. mars 1962 að Brimhólabraut 13. Maður hennar Bergur Helgason.

Þau Þórdís giftu sig, eignuðust eitt barn og Þórdís átti eitt barn áður. Þau búa í Rvk.

I. Kona Guðna er Þórdís Njarðardóttir úr Rvk, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 3. apríl 1957. Foreldrar hennar Njörður Jakobsson, f. 28. júlí 1935, d. 29. desember 1983, og Guðmunda Halldórsdóttir, f. 7. ágúst 1937, d. 11. janúar 2022.
Barn þeirra:
1. Þór Guðnason, f. 3. apríl 1999.
Barn Þórdísar
2. Hulda Guðmunda Óskarsdóttir, f. 1. maí 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.