Guðrún Þorkelsdóttir (Fagurlyst)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja í Fagurlyst fæddist 10. janúar 1844 og lést 14. október 1919.
Foreldrar hennar voru Þorkell Einarsson tómthúsmaður í Þorkelshjalli og bóndi í Eystra-Þorlaugargerði, f. 1809, d. 6. febrúar 1853, og kona hans Þuríður Jónsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja, f. 21. maí 1815, d. 24. júlí 1850.

Móðir Guðrúnar lést, er hún var 6 ára. Hún var tökubarn á Vilborgarstöðum 1855 hjá Hallfríði Ísleiksdóttur og Jóni Magnússyni, vinnukona á Oddsstöðum 1860 og 1870.
Hún var húsfreyja, kona Jósefs Valdasonar í Fagurlyst, 1880, 44 ára ekkja þar 1890, þar enn 1901 og 1910. Hún lést 1919.

Guðrún var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (6. nóvember 1874), var Jósef Valdason skipstjóri í Fagurlyst, f. 6. maí 1848, drukknaði af juli út af Bjarnarey 12. janúar 1887.
Börn þeirra hér:
1. Guðjón Jósefsson útgerðarmaður og fiskimatsmaður, f. 1. ágúst 1875, d. 21. júní 1923.
2. Gísli Jósefsson, f. 30. október 1878. Hann fór til Vesturheims 1902.
3. Jóhann Þorkell Jósefsson þingmaður og ráðherra, f. 7. júní 1886, d. 15. maí 1961.

II. Síðari maður Guðrúnar, (23. október 1891), var Magnús Guðlaugsson sjómaður í Fagurlyst, f. 1863, drukknaði úti við Bjarnarey í fiskiróðri 20. maí 1901.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.