Guðrún Magnúsdóttir (Búastöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðrún Magnúsdóttir


Guðrún

Guðrún Magnúsdóttir frá Búastöðum fæddist 12. júlí 1865 að Berjanesi í Landeyjum og lést 24. september 1936.

Hún var gift Gísla Eyjólfssyni. Þau giftust 14. maí 1894 og fengu þá byggingu fyrir jörðinni Eystri-Búastöðum. (Nyrðri-Búastöðum, eins og þau hétu áður en nýtt hús var byggt.)
Þau eignuðust fimm börn:

  • Lovísa, f.1895, d.1979 í Vestmannaeyjum, kona Bryngeirs Torfasonar
  • Eyjólfur f.1897, d.1995 í Reykjavík
  • Jórunn, f.1899, d.1916 í Reykjavík
  • Magnús, f.1904, d.1904
  • Margrét Magnúsína, f.1906, d.1906.

Frekari umfjöllun

Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja á Búastöðum fæddist 12. júlí 1865 og lést 24. september 1936 úr fýlaveiki (þ.e. páfagaukaveiki, Psittacosis).

Ætt og uppruni

Faðir hennar var Magnús bóndi á Skíðbakka í A-Landeyjum og í Berjanesi í V-Landeyjum, f. 1824, d. 7. júlí 1904 í Eyjum, Jónsson bónda á Mið-Kekki (Svanavatni) í Stokkseyrarhreppi, f. 19. júní 1799 í Andrésfjósum á Skeiðum, d. í júlí 1888, Þorsteinssonar tómthúsmanns á Þóroddsá eystri í Ölfusi 1801, í Brú í Stokkseyrarhreppi 1804-1813, f. 1769, d. 12. ágúst 1813, Pálssonar, og konu Þorsteins Pálssonar, Margrétar húsfreyju, f. 1776, d. 1852, Gísladóttur í Kampholti í Flóa, Vigfússonar.
Móðir Magnúsar Jónssonar í Berjanesi og fyrri kona Jóns Þorsteinssonar var Kristín húsfreyja, f. 7. október 1791, d. 23. júlí 1827, Þorsteinsdóttir bónda á Kílhrauni á Skeiðum 1816, f. 1761, d. 23. maí 1817, Eiríkssonar, og konu Þorsteins Eiríkssonar, Vigdísar húsfreyju, f. 1763, d. 9. september 1841, Guðnadóttur.

Móðir Guðrúnar á Búastöðum og kona Magnúsar í Berjanesi var Margrét húsfreyja, f. 17. júlí 1820 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 3. febrúar 1909 í Eyjum, Guðmundsdóttir bónda á Skíðbakka 1817-1840, f. 1792 á Lágafelli í A-Landeyjum, d. 27. mars 1840 í Eyjum, Magnússonar bónda á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 1763 í Vatnsdalskoti í Breiðabólstaðarsókn, d. 26. júní 1839 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, og fyrri konu Magnúsar á Búðarhóli, Kristínar húsfreyju, ættaðri úr Mýrdal, f. 1755, d. 16. september 1796, Árnadóttur.
Móðir Margrétar og síðari kona Guðmundar á Skíðbakka var Málhildur húsfreyja, f. 28. júní 1798 í Klasbarðahjáleigu, d. 18. júní 1845 á Skíðbakka, Guðmundsdóttir bónda á Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu (Bólstað) í A-Landeyjum, f. 1772 á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, d. 21. október 1840, Einarssonar og fyrri konu, (október 1795), Guðmundar Einarssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1774, d. 5. október 1805, Jónsdóttur í Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi Atlasonar.

Ættbogi í Eyjum

Þau Magnús Jónsson og Margrét Guðmundsdóttir kona hans fluttust til Eyja og létust þar. Guðmundur Magnússon á Skíðbakka, faðir Margrétar, lést einnig í Eyjum.
Síðari kona Jóns Þorsteinssonar á Mið-Kekki var Þórdís húsfreyja Þorsteinsdóttir og voru þau hjón foreldrar Þorsteins Jónssonar héraðslæknis í Eyjum 1865-1905. Magnús faðir Guðrúnar á Búastöðum og Þorsteinn læknir voru því hálfbræður.
Systur Guðrúnar á Búastöðum voru m.a. Kristín Magnúsdóttir húsfreyja í Litlabæ, kona Ástgeirs Guðmundssonar og Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, kona Júlíusar Guðmundar Guðmundssonar bróður Ástgeirs í Litlabæ; síðar á Seyðisfirði.

Lífsferill og fjölskylda

Á unga aldri vistaðist Guðrún hjá Nicolaj Heinrich Thomsen kaupmanni í Godthaabsverslun og lærði þar margt, sem að gagni kom síðar.
Maður Guðrúnar (1894) var Gísli Eyjólfsson bóndi á Búastöðum, f. 17. apríl 1867, d. 6. maí 1914.
Þau bjuggu á Eystri Búastöðaðajörðinni frá 1894, er Gísli fékk ábúð hennar. Eftir lát Gísla rak Guðrún áfram búskap í félagsbúi með Eyjólfi syni sínum, uns hann byggði og reisti sér bú á Bessatöðum 1928. Eftir það rak hún búskap með Lovísu dóttur sinni og Bryngeiri manni hennar.
Guðrún lést úr fýlaveiki (þ.e. páfagaukasótt) 1936.

Börn Guðrúnar og Gísla á Búastöðum voru:
1. Lovísa, fædd 18. júní 1895, dáin 30. mars 1979.
2. Eyjólfur, fæddur 22. maí 1897, dáinn 7. júní 1995.
3. Jórunn, fædd 13. júlí 1899, dáin 29. október 1916.
4. Magnús Gíslason, f. 25. ágúst 1904, d. 27. desember 1904.
5. Margrét Magnúsína, f. 14. janúar 1906, d. 1. mars 1906.
Fóstursonur hjónanna var
6. Guðjón Kristinn Óskar Valdimarsson frá Gvendarhúsi, sonur Valdimars Árnasonar og Jónínu Bjarnadóttur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Vestmannaeyjar – byggð og eldgos. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1973.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Myndir