Gunnar Sigurðsson (Happastöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Gunnar Kristberg Sigurðsson.

Gunnar Kristberg Sigurðsson frá Seyðisfirði, sjómaður, vélstjóri, málarameistari fæddist í Hlöðu þar 9. ágúst 1914 og lést 7. maí 1996.
Foreldrar hans voru Sigurður Gunnarsson sjómaður, f. 6. júní 1891, drukknaði 19. apríl 1924 og Guðbjörg Ingveldur Eyjólfsdóttir, f. 27. janúar 1885 á Miðnesi í Sandgerði, d. 2. nóvember 1971.
Fósturfaðir Gunnars var Guðlaugur Bjarnason verkamaður í Hruna 1920, síðar á Happastöðum, f. 23. september 1863, d. 5. nóvember 1937, og þar var Einarína Sigríður Eyjólfsdóttir móðursystir Gunnars, f. 18. júní 1888, d. 4. júní 1927.

Bróðir Gunnars í Eyjum var
1. Árni Byron Sigurðsson, f. 22. október 1916, d. 12. janúar 1991.

Gunnar lærði vélstjórn, lærði síðar málaraiðn, varð sveinn 19. júlí 1969 í Eyjum og fékk meistararéttindi 20. júlí 1972.
Hann var sjómaður, vélstjóri, varð síðar málari í Eyjum.
Hann fluttist til Eyja 1917, var með Guðlaugi og Einarínu í Hruna 1920, með Guðlaugi á Happastöðum við Hvítingavegi 12 1930 og 1934. Guðlaugur lést 1937.
Þau Sigurbjörg bjuggu á Happastöðum 1938 og síðan, giftu sig 1943, eignuðust eitt barn og Sigurbjörg hafði Kjartan Hrein son sinn hjá sér.

I. Kona Gunnars, (19. apríl 1943), var Sigurbjörg Sóley Böðvarsdóttir frá Bólstað í Mýrdal, húsfreyja, f. 23. október 1913, d. 11. apríl 2007.
Barn þeirra:
1. Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir talsímakona, húsfreyja, f. 23. júlí 1939 á Happastöðum. Barnsfaðir hennar Þorvaldur Ragnar Lárusson. Maður hennar Jón Valgarð Guðjónsson.
Barn Sigurbjargar:
2. Kjartan Hreinn Pálsson, f. 24. janúar 1938 á Bólstað í Mýrdal, síðast á Selfossi, d. 2. apríl 1977. Kona hans Halldóra Jóhannsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.