Gyðríður Magnúsdóttir (Hellisholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gyðríður Magnúsdóttir húsfreyja fæddist 4. október 1866 á Skíðbakka í A-Landeyjum og lést 16. júní 1941 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon bóndi, f. 15. janúar 1832, d. 30. nóvember 1904, og Vigdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1833, d. 1. júlí 1879.

Gyðríður var með foreldrum sínum á Skíðbakka 1870. Hún missti móður sína 13 ára, var með föður sínum á Skíðbakka 1880.
Hún giftist Hirti 1888, var gift húsmannskona á Álftarhóli þar 1890 með barnið Vigdísi þriggja ára. Þau eignuðust Reimar 1891 og Hjört Magnús 1893 eftir dauða Hjartar föður hans, en hann drukknaði í apríl.
Gyðríður var vinnukona í Miðey í A-Landeyjum, kom að Fitjarmýri í V-Landeyjum 1897 og var þar vinnukona 1910 og þar var Hjörtur Magnús sonur hennar vinnumaður. Þau Hjörtur Magnús fluttust til Eyja 1913 og bjuggu í Vinaminni 1913, í Hraungerði 1914-1915, á Nýlendu 1916-1918, í Landlyst hjá Reimari syni Gyðríðar 1919, í Mörk 1920.
Hún var hjá Hirti í Hellisholti 1930, en er ekki á skrá í Eyjum 1934, er komin á skrá hjá honum í Hellisholti 1940.
Gyðríður lést 1941.

Maður Gyðríðar var Hjörtur Snjólfsson bóndi, f. 2. október 1865, drukknaði 26. apríl 1893. Foreldrar hans voru Snjólfur Hjartarson bóndi á Álftarhóli, f. 3. desember 1842 á Oddum í Meðallandi, d. 18. mars 1904 á Rofum, og Valdís Eyjólfsdóttir frá Gíslakoti í Holtum, húsfreyja, f. 13. nóvember 1844, d. 1. apríl 1933.
Börn þeirra hér:
1. Vigdís Hjartardóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1887, d. 28. febrúar 1972.
2. Reimar Hjartarson pípugerðarmaður, f. 10. janúar 1891, d. 7. júní 1955.
3. Hjörtur Magnús Hjartarson sjómaður, verkamaður í Hellisholti, f. 7. ágúst 1893 í Miðey í A-Landeyjum, d. 8. október 1978


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.