Hólmfríður Sigurðardóttir (Hofsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónína Hólmfríður Sigurðardóttir frá Norðfirði, húsfreyja fæddist 29. júlí 1897 í Stekkjarnesi þar og lést 25. nóvember 1978.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson húsmaður, f. 25. janúar 1865, d. 8. desember 1914, og kona hans Hildur Eiríksdóttir húskona, f. 8. janúar 1862, d. 8. mars 1923. Hólmfríður var með foreldrum sínum í Pakkhúsi í Norðfirði 1901.
Hún kom ung til Eyja, var vinnukona hjá Stefáni Gíslasyni og Sigríði Jónsdóttur í Ási í Eyjum 1910, vinnukona hjá Jóhanni Bjarnasen og Hansínu Gunnarsdóttur Bjarnasen í Laufási 1920.
Þau Ottóníus giftu sig, eignuðust ekki börn, en eignuðust kjörbarn. Þau bjuggu á Hofsstöðum við Brekastíg 30.
Ottóníus lést 1975 og Hólmfríður 1978.

I. Maður Jónínu Hólmfríðar var Ottóníus Árnason sjómaður, verkamaður, f. 16. nóvember 1895 í Hafnarfirði, d. 26. janúar 1975.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Elín Hildur Guðmundsdóttir, f. 9. mars 1933, d. 20. júní 2022.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.