Hörður Þórhallsson (trésmíðameistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hörður Þórhallsson.

Hörður Þórhallsson frá Ingólfshvoli við Landagötu 3a, trémíðameistari fæddist þar 19. mars 1932 og lést 12. ágúst 2008.
Foreldrar hans voru Þórhallur Þorgeirsson frá Stöðlakoti í Hvolhreppi, verkamaður, trésmiður, f. 26. janúar 1901, d. 25. júní 1982, og kona hans Guðbjörg Svava Björnsdóttir frá Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, f. 22. febrúar 1911, d. 28. febrúar 2000.

Börn Svövu og Þórhalls:
1. Hörður Þórhallsson, trésmíðameistari í Reykjavík, f. 19. mars 1932 á Ingólfshvoli, d. 12. ágúst 2008. Kona hans Halldóra Katrín Guðjónsdóttir.
2. Erla Þórhallsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 8. nóvember 1933 á Ingólfshvoli. Maður hennar Ástráður Ólafsson.

Hörður var með foreldrum sínum, bjó með þeim á Ingólfshvoli og við Hásteinsveg 13, flutti með þeim til Selfoss 1945.
Hann lærði trésmíði við Iðnskólann í Reykjavík, fékk sveinsbréf 1955 og meistarabréf 1968.
Hörður vann við húsasmíðar, síðan var hann mælingamaður hjá Trésmíðafélagi Reykjavíkur til 1992. Hann vann síðan hjá Reykjavíkurborg, síðustu árin var hann húsvörður í Hagaskóla.
Þau Halldóra giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Jaðri við Sundlaugaveg, síðan við Brúnaveg 5.
Hörður lést 2008 og Halldóra 2017.

I. Kona Harðar, (10. nóvember 1955), var Halldóra Kristín Guðjónsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 10. október 1931, d. 30. ágúst 2017. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson bifreiðastjóri, f. 10. nóvember 1895 í Borgarfirði, d. 12. október 1972, og Björg Ólafsdóttir, f. 5. apríl 1902, d. 30. júní 1978.
Börn þeirra:
1. Elín Birna Harðardóttir, f. 17. maí 1955. Maður hennar Adolf Ársæll Gunnsteinsson.
2. Katrín Úrsúla Harðardóttir, f. 17. apríl 1958. Maður hennar Guðni B. Guðnason.
3. Guðbjörg Svafa Harðardóttir, f. 27. júní 1959.
4. Þórhallur Guðjón Harðarson, f. 25. júní 1962. Kona hans Brynja Björk Rögnvaldsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.