Hafliði Gíslason (Eyjarhólum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hafliði Gíslason.

Hafliði Gíslason frá Eyjarhólum, rafvirkjameistari í Reykjavík fæddist 28. maí 1902 í Hlíð og lést 27. ágúst 1974.
Foreldrar hans voru Gísli Geirmundsson þurrabúðarmaður á Eyjarhólum, f. 9. janúar 1874 á Kalmanstjörn á Reykjanesi, d. 9. júlí 1919 og kona hans Þórunn Jakobína Hafliðadóttir, f. 30. janúar 1875 í Fjósum í Mýrdal, d. 27. maí 1965.

Börn Þórunnar Jakobínu Hafliðadóttur og Gísla Geirmundssonar voru:
1. Hafliði Gíslason rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 28 maí 1902, d. 27. ágúst 1974.
2. Sigríður Júlíana Gísladóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1904, d. 7. október 1991.
3. Jóhannes Gunnar gjaldkeri, f. 14. júlí 1906, d. 20. nóvember 1973.
4. Guðlaugur bæjarstjóri, alþingismaður, f. 1. ágúst 1908, d. 6. mars 1993.

Hafliði var með foreldrum sínum í æsku, í Hlíð við fæðingu, var með þeim á Suðurnesjum og í Hafnarfirði, síðast á Eyjarhólum.
Hann hélt til Reykjavíkur 1918, var leigjandi á Óðinsgötu 8b 1920.
Hann nam rafvirkjun hjá Gissuri Pálssyni, varð meistari í iðninni.
Hann var einn af stofnendum Rafvirkjafélagsins í Reykjavík 1926, sem síðar varð Félag íslenskra rafvirkja, var vararitari fyrstu stjórnar og í fyrstu bókasafnsnefnd félagsins 1927 og í fyrstu samninganefnd félagsins, sem gerði fyrsta samninginn við rafvirkjameistara. Hann hlaut gullmerki félagsins 1956.
Þau Ingibjörg Guðrún giftu sig 1930, eignuðust eitt barn, bjuggu á Freyjugötu 26 1930. Þau skildu eftir þriggja ára sambúð.
Síðari kona hans var Svanbjörg Eyjólfsdóttir, látin 1953.
Hafliði lést 1974.

Hafliði var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona Hafliða, (1930), skildu, var Ingibjörg Guðrún Árnadóttir húsfreyja, síðar húsfreyja á Reykjum á Reykjaströnd í Skarðshreppi í Skagafj.s., f. 20. júlí 1908 á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi í Hnapp., d. 19. febrúar 1999. Foreldrar hennar vor sr. Árni Þórarinsson prestur á Stóra-Hrauni, f. 20. janúar 1860, d. 3. febrúar 1948, og kona hans Anna María Elísabet Sigurðardóttir frá Syðra-Skógarnesi, Hnapp., húsfreyja, f. 22. febrúar 1877, d. 22. maí 1958.
Barn þeirra:
1. Gísli Geir Hafliðason rafvirki, f. 27. september 1931 í Reykjavík, d. 26. maí 2012. Kona hans Ólöf Jónsdóttir.

II. Síðari kona Hafliða var Svanbjörg Eyjólfsdóttir húsfreyja, hjúkrunarkona, f. 19. október 1902 í Kaldrananesi í Mýrdal, d. 8. október 1953. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Halldórsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, bóndi í Kaldrananesi, f. 1859, drukknaði 8. ágúst 1909, og kona hans Ingveldur Eiríksdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1866 í Skammadal í Mýrdal, d. 26. desember 1918.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.