Hafsteinn Guðvarðarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hafsteinn Guðvarðarson.

Hafsteinn Guðvarðarson vélstjóri, yfirvélstjóri hjá danska útgerðarfélaginu Sönderborg á Filippseyjum, fæddist 19. júlí 1942 og lést 10. júlí 2006 í Danmörku.

Foreldrar hans Ólafía Gyða Oddsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1917 á Seltjarnarnesi, d. 6. febrúar 2005, og Guðvarður Vilmundarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 29. mars 1912, d. 31. janúar 1984.

Börn Gyðu og Guðvarðar:
1. Gunnar Guðvarðarson, f. 17. október 1940, d. 29. mars 2010.
2. Hafsteinn Guðvarðarson, f. 19. júlí 1942, d. 10. júlí 2006.
3. Anna Guðvarðardóttir, f. 26. maí 1950, d. 6. júlí 2000.
4. Ólafur Guðvarðarson, f. 1. júní 1953.

Þau Þórdís Sandra giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Mercedit giftu sig, eignuðust ekki börn saman.

I. Fyrrum kona Hafsteins er Þórdís Sandra Magnúsdóttir, f. 24. maí 1945, d. 21. mars 2024. Foreldrar hennar Magnús Kristján Jónsson (kjörfaðir), og Guðbjört Magnúsdóttir, f. 31. maí 1924, d. 27. júlí 2019.
Börn þeirra:
1. Perla Hafsteinsdóttir, f. 8. ágúst 1970.
2. Harpa Hafsteinsdóttir, f. 31. desember 1971.
3. Valur Hafsteinsson, f. 1. ágúst 1975.

I. Kona Hafsteins er Mercedit Guðvarðarson, f. 13. janúar 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.