Harald St. Björnsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Harald Steinn Björnsson.

Harald Steinn Björnsson vélstjóri, framkvæmdastjóri, stórkaupmaður í Reykjavík fæddist 5. júní 1910 í Þýskalandi og lést 23. maí 1983.
Foreldrar hans voru Baldvin Björnsson gullsmiður, listmálari, f. 1. maí 1879 í Reykjavík, d. 24. júlí 1945, og kona hans Martha Clara Björnsson húsfreyja, f. 10. maí 1886 í Leipzig í Þýskalandi, d. 30. október 1957.

Börn Mörthu Clöru og Baldvins:
1. Sigfried Haukur Björnsson heildsali, f. 27. júlí 1906, d. 20. október 1983. Kona hans Ingibjörg Marsibil Guðjónsdóttir hárgreiðslukona.
2. Harald Steinn Björnsson heildsali, f. 5. júní 1910, d. 23. maí 1983. Kona hans Fjóla Þorsteinsdóttir.
3. Björn Theodór Björnsson listfræðingur, f. 3. september 1922, d. 25. ágúst 2007. Kona hans Ásgerður Búadóttir myndlistarmaður.

Harald var með foreldrum sínum, í Þýskalandi og á Bárustíg 2 í Eyjum.
Hann lauk vélstjóranámi í Eyjum 1927, flutti til Reykjavíkur, var heildsali þar.
Þau Fjóla giftu sig 1932, eignuðust þrjú börn.
Harald lést 1983 og Fjóla 2012.

I. Kona Haralds, (29. október 1932), var Fjóla Þorsteinsdóttir frá Laufási við Austurveg 5, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 3o. apríl 1912, d. 31. júlí 2012.
Börn þeirra:
1. Gísli Baldvin Björnsson teiknari, kennari, f. 23. júní 1938. Kona hans er Lena Margrét Rist, f. 12. desember 1939, kennari og námsráðgjafi.
2. Martha Clara Björnsson garðyrkjufræðingur, f. 17. ágúst 1941. Fyrri maður hennar var Pétur Njörður Ólason, (hét áður Per Norgård Olsen) garðyrkjubóndi, f. 20. janúar 1942. Sambýlismaður hennar er Gunnar Már Hauksson, f. 2. ágúst 1937.
3. Ásta Kristín Björnsson kennari, f. 1. maí 1952. Maður hennar er Sverrir Guðmundsson viðskiptafræðingur, MBA, f. 1. október 1950.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 4. ágúst 2012. Minning Fjólu.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.