Haraldur Gíslason (Skálholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Haraldur Gíslason.

Haraldur Gíslason frá Skálholti-yngra, verkstjóri, rafvirki, fæddist 28. febrúar 1916 í Skálholti-eldra og lést 22. júní 1996.
Foreldrar hans voru Gísli Magnússon frá Djúpárhreppi, Rang., skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. júní 1886, d. 2. maí 1962 , og kona hans Októvía Sigríður Einarsdóttir frá Sandhúsi í Mjóafirði eystra, húsfreyja, f. 15. desember 1891, d. 24. ágúst 1964.

Börn Sigríðar og Gísla:
1. Sigríður Margrét Gísladóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1912 í Skálholti-eldra, d. 20. maí 2010.
2. Óskar Gíslason skipstjóri, f. 6. mars 1913 í Skálholti-eldra, d. 19. janúar 1983.
3. Ágústa Gísladóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1914 í Skálholti-eldra, d. 15. ágúst 1941.
4. Haraldur Gíslason verkstjóri, f. 28. febrúar 1916 í Skálholti-eldra, d. 22. júní 1996.
5. Garðar Þorvaldur Gíslason vélvirki, kafari, f. 22. júní 1931 í Skálholti-yngra, d. 17. júní 2013.
6. Erna Gísladóttir, f. 8. mars 1933 í Skálholti-yngra, d. 21. júní 1936.

Haraldur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var leigjandi á Hásteinsvegi 22, Kanastöðum 1934, síðar verkstjóri.
Þau Magnea Lilja giftu sig 1938, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Austurvegi 2 og Fífilgötu 5, fluttust úr Eyjum fyrri hluta fimmta áratugarins og bjuggu í Reykjavík.
Haraldur nam rafvirkjun hjá Johani Rönning, lauk sveinsprófi 1950. Haraldur lést 1996 og Magnea Lilja 2003.

I. Kona Haraldar, (8. október 1938), var Magnea Lilja Þórarinsdóttir, f. 17. september 1918 í Stóra-Seli í Reykjavík, d. 8. september 2003 á Landspítalanum.
Barn þeirra:
1. Erna Sigríður Haraldsdóttir flugfreyja, f. 25. janúar 1940, d. 15. nóvember 1878, fórst í flugslysi á Sri Lanka. Maður hennar var Jón Páll Bjarnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.