Harry Pedersen (Brattlandi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Harry Pedersen.

Harry Pedersen sjómaður fæddist 7. febrúar 1936 á Siglufirði og lést 21. apríl 2008 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Johan Pedersen fisksali, f. 11. nóvember 1906 í Noregi, d. 21. nóvember 1968, og kona hans Stefanía Guðmundsdóttir frá Tjörnum í Sléttuhlíð, Skagaf., húsfreyja, f. 3. ágúst 1906, d. 21. febrúar 1973.

Harry var með foreldrum sínum á Siglufirði til 14 ára aldurs, flutti þá með þeim til Reykjavíkur.
Hann vann um skeið í fiskbúð föður síns, einnig á Keflavíkurflugvelli og í svampdýnugerð hjá Gunnari Pálssyni.
Þau Margrét fluttu til Eyja 1971. Þar var Harry sjómaður m.a. á Auði VE 133, Sæfaxa VE 25, en lengst á Haferni VE 23. Hann vann einnig við skipaviðgerðir milli úthalda og eftir að hann hætti sjómennsku.
Þau Margrét giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í Reykjavík og Garðabæ, en fluttu til Eyja 1971 og bjuggu á Brattlandi við Faxastíg 19. Harry lést 2008 og Margrét 2014.

I. Kona Harrys, (9. október 1961), var Margrét Jónsdóttir frá Ártúni við Vesturveg 20, húsfreyja, verkakona, f. þar 9. október 1931, d. 17. janúar 2014.
Börn þeirra:
1. Stefán Jóhann Pedersen, býr í Noregi, f. 5. mars 1958.
2. Andvana barn, f. 31. maí 1963.
3. Karólína Pedersen, býr í Noregi, f. 12. nóvember 1964.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.