Haukur Gíslason (rakarameistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Haukur Gíslason og Hanna Þóranna Samúelsdóttir.

Haukur Hafsteinn Gíslason rakarameistari, tónlistarmaður, tónlistarkennari í Borgarnesi fæddist f. 20. mars 1932 á Flateyri og lést 20. apríl 2010 á Sjúkrahúsi Akraness.
Foreldrar hans voru Gísli Friðrik Jóhannsson frá Hlíðarhúsi, múrarameistari í Reykjavík, f. 22. janúar 1906, d. 4. janúar 1980, og fyrri kona hans Stefanía Erlingsdóttir Eyjolfsson húsfreyja, f. 21. apríl 1910 á Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra, d. 2. október 1992 Vestanhafs.

Börn Stefaníu og Gísla Friðriks:
1. Haukur Hafsteinn Gíslason rakarameistari, tónlistarmaður, tónlistarkennari.
2. Soffía Gísladóttir húsfreyja í Kanada (nafn þar: Geraldina Larkin og síðar Geri Moore), f. 25. mars 1936 á Flateyri, d. 2. október 1992 Vestanhafs.

Börn Gísla Friðriks og síðari konu hans Jónu Margrétar Kristjánsdóttur húsfreyju, f. 13. janúar 1915, d. 2. janúar 1971:
3. Sigurður Gíslason deildarstjóri hjá Þýsk-íslenska í Reykjavík, f. 8. ágúst 1943 í Reykjavík, d. 19. desember 2008. Kona hans var Friðleif Valtýsdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1943.
4. Ellý Gísladóttir húsfreyja í Eyjum, f. 24. ágúst 1945 í Reykjavík. Maður hennar er Gísli Einarsson, f. 26. september 1939.
5. Jóhanna Gísladóttir húsfreyja í Eyjum, f. 14. júní 1951. Maður hennar, skildu, var Ágúst Birgisson, f. 19. september 1950. Síðari maður hennar er Guðmundur Sveinbjörnsson, f. 21. janúar 1945.

Haukur var með foreldrum sínum á Flateyri og í Reykjavík, en kom í fóstur til föðurforeldra sinna í Hlíðarhúsi 1940.
Hann stundaði nám í rakaraiðn í Iðnskólanum og hjá Þórði rakara, en tók sveinspróf í Reykjavík 1957.
Hann stundaði hljóðfæranám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan við tónmenntakennaradeild sama skóla og lauk þaðan prófi árið 1961.
Hann varð stúdent í Fjölbrautarskólanum á Akranesi 1987.
Haukur rak rakarastofu í Borgarnesi frá 1961-2004, en kenndi jafnframt tónmennt við Barna- og miðskóla Borgarness 1961-1966.
Hann lék með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum, Reykjavík og Borgarnesi, auk þess sem hann spilaði á kontrabassa með Freyjukórnum í Borgarnesi á árunum 1999-2008.
Þau Úrsúla giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn, en skildu 1973.
Þau Hanna Þóranna giftu sig 1978, eignuðust ekki börn, en Hanna átti fjögur börn í fyrra sambandi.
Þau Hanna Þóranna létust með dags millibili 2010.

Haukur Hafsteinn var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Úrsúla Hauth húsfreyja, f. 17. desember 1938. Foreldrar hennar voru Joachim Hauth, f. 1915, d. 1942 og kona hans Gertrud Sledz, f. Laatsch 1914, d. 1999.
Börn þeirra:
1. Bryndís Gertrud Hauksdóttir starfsmaður Icelandair, f. 21. nóvember 1958. Maður hennar Ólafur Gunnar Gunnarsson.
2. Ellý Hauksdóttir rekstrarstjóri, f. 21. apríl 1962. Maður hennar Jón Viðar Gunnarsson.
3. Gísli Friðrik Hauksson málari, f. 8. mars 1965. Fyrrum sambýliskona hans Soffía Guðnýjardóttir. Kona Gísla Ragnheiður Kristín Óladóttir.

II. Síðari kona Hauks, (1978), var Hanna Þóranna Samúelsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1932 í Reykjavík, d. 21. apríl 2010 í Sjúkrahúsinu á Akranesi. Foreldrar hennar voru Samúel Kristjánsson sjómaður, f. 8. október 1899 á Kumlá í Grunnavíkurhreppi, N-Ís., d. 26. júlí 1965, og kona hans Margrét Hannesdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1904 á Núpsstað í V-Skaft., d. 3. ágúst 2011.
Börn Hönnu Þórönnu af fyrra sambandi hennar með Hreggviði Guðgeirssyni:
4. Samúel Smári Hreggviðsson byggingatæknifræðingur, f. 20. júlí 1952. Kona hans Sigríður Kristín Jóhannesdóttir.
5. Ólafur Magnús Hreggviðsson húsasmiður í Noregi, f. 23. febrúar 1957.
6. Guðgeir Veigar Hreggviðsson húsasmiður, f. 6. október 1964. Kona hans Sigrún Gestsdóttir.
7. Margrét Dögg Hreggviðsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 22. júní 1966. Sambýlismaður hennar Hallgrímur Sigurðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 29. október 2010. Minning hjónanna Hönnu og Hauks.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.