Helga Óskarsdóttir (Sunnuhvoli)
Helga Óskarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði fæddist 29. október 1942 á Brekku.
Foreldrar hennar voru Óskar Jónsson rennismiður, vélstjóri, kennari á Sunnuhvoli, síðar í Njarðvíkum, f. 3. september 1910, d. 2. ágúst 1991, og kona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Sæbergi, húsfreyja, síðast í Njarðvíkum, f. 12. janúar 1915, d. 8. nóvember 1990.
Börn Óskars og Sigurbjargar:
1. Helga Óskarsdóttir, f. 29. október 1942 á Brekku.
2. Friðþjófur Valgeir Óskarsson bankastarfsmaður, f. 19. apríl 1944 á Sunnuhvoli, d. 30. nóvember 2010.
3. Gróa Stella Óskarsdóttir, f. 24. janúar 1949 á Sunnuhvoli.
4. Sigþór Óskarsson, f. 14. apríl 1953 á Sunnuhvoli.
Þau Ásgeir giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Helga býr í Garðabæ.
I. Fyrrum maður Helgu er Ásgeir Ólafsson úr Rvk, matreiðslumaður, f. 2. júlí 1938. Foreldrar hans Ingiríður Magnúsína Björnsdóttir, f. 29. júlí 1908, d. 7. júlí 2001, og Ólafur Þórður Benediktsson Ágústsson, f. 28. júní 1909, d. 17. september 1965.
Börn þeirra:
1. Ágúst Ásgeirsson, f. 29. september 1964.
2. Óskar Ásgeirsson, f. 19. maí 1969.
3. Benedikt Ingi Ásgeirsson, f. 24. desember 1973.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Helga.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.