Herborg Jónsdóttir (Hrauntúni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Herborg Jónsdóttir.

Herborg Jónsdóttir húsfreyja fæddist 4. maí 1936 á Herríðahóli í Ásahreppi, Rang. og lést 7. desember 2005 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Hárlaugsstöðum, bóndi, f. 1. febrúar 1897, d. 31. október 1970, og kona hans Rósa Runólfsdóttir frá Snjallsteinshöfðahjáleigu (Árbakka) í Landsveit, húsfreyja, f. 8. febrúar 1909, d. 12. júlí 1987.

Þau Bragi giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn. Þau byggðu húsið að Hrauntúni 19 og bjuggu þar síðan, en skildu 1990.
Herborg flutti til Reykjavíkur 1990 og síðar í Kópavog. Hún vann við aðhlynningu aldraðra og seinustu ár sín vann hún á sambýli í Garðabæ.
Hún lést 2005.

I. Maður Herborgar, (7. október 1961, skildu 1990), var Bragi Jónsson frá Mörk, húsgagna- og húsasmíðameistari, f. 30. ágúst 1931, d. 11. mars 2004.
Börn þeirra:
1. Sigríður Bragadóttir húsfreyja, kennari í Reykjavík, f. 4. júlí 1960. Maður hennar Kjartan Lilliendahl.
2. Jón Trausti Bragason tölvunarfræðingur í Hafnarfirði, f. 21. ágúst 1961. Kona hans Kristín Laufey Reynisdóttir.
3. Tómas Bragason húsasmiður, f. 14. júní 1964. Fyrrum sambýliskona hans Sigrún Edda Sigurðardóttir.
4. Hermann Kristinn Bragason bifvélavirki, f. 21. nóvember 1965. Kona hans Jóhanna Þorsteinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.