Hilmar Sigurðsson (skipasmiður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurður Hilmar Sigurðsson skipasmiður fæddist 26. apríl 1921 á Vesturhúsum og lést 27. september 2014.
Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason sjómaður, f. 25. ágúst 1895, d. 13. ágúst 1981 og sambýliskona hans Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1895, d. 9. júní 1948.

Börn Þorbjargar og Sigurðar voru:
1. Andvana stúlka, f. 26. desember 1917.
2. Anna Ester Sigurðardóttir, f. 18. nóvember 1919, d. 19. janúar 1980.
3. Sigurður Hilmar Sigurðsson, f. 26. apríl 1921, d. 27. september 2014.
4. Solveig Sigurðardóttir, f. 19. desember 1923, d. 7. desember 1994.
5. Engilbert Ottó Sigurðsson, f. 14. maí 1931.

Hilmar var með foreldrum sínum í æsku, á Vesturhúsum 1921, í Bræðratungu 1922, á Blómsturvöllum 1923, síðar á Brekastíg 23. Hann var lærður skipasmiður, bjó hjá foreldrum sínum á Brekastíg 23 1930 og enn 1949, en síðar bjó hann á Boðaslóð 21, en síðast í Hraunbúðum.
Hann lést 2014.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.