Hjálmrún Guðnadóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hjálmrún Guðnadóttir.

Hjálmrún Guðnadóttir frá Lambhúshóli u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 12. október 1920 og lést 7. maí 2000.
Foreldrar hennar voru Guðni Hjálmarsson bóndi, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 8. maí 1892, d. 30. ágúst 1969, og kona hans Kristbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, síðar í Reykjavík, f. 13. apríl 1894, d. 8. nóvember 1980.

Hjálmrún var með foreldrum sínum í æsku og síðast 1941.
Hún leitaði snemma til Eyja í atvinnuleit, var flutt þangað og var vinnustúlka í Hrísnesi 1942.
Þau Guðmundur Andrés giftu sig 1943, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Ásnesi, en voru komin í Hrísnes 1946. Þar bjuggu þau uns þau fluttu til Reykjavíkur 1962.
Hjálmrún vann við fiskiðnað og sá ein um heimilishald í nokkur ár vegna sjúkleika Andrésar. Þau unnu bæði hjá í Fiskverkunarhúsinu á Kirkjusandi fyrstu átta árin í Reykjavík, en hún vann síðan lengi við fiskiðnað og ýmis önnur störf.
Hún dvaldi að síðustu á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Guðmundur Andrés lést 1994 og Hjálmrún árið 2000.

I. Maður Hjálmrúnar, (26. desember 1943), var Guðmundur Andrés Guðmundsson sjómaður, bifreiðastjóri, afgreiðslumaður frá Hrísnesi, f. 6. nóvember 1915 í Steini, d. 1. janúar 1994.
Börn þeirra:
1. Magnea Kristbjörg Andrésdóttir húsfreyja, póstur, f. 21. maí 1944 í Ásnesi. Maður hennar Hannes Helgason.
2. Guðmunda Andrésdóttir húsfreyja, starfsmaður í brauðgerð, f. 26. desember 1945 í Ásnesi, d. 23. febrúar 2018. Maður hennar Guðmundur Konráðsson.
3. Guðjón Rúnar Andrésson bifreiðastjóri, f. 10. maí 1953 í Hrísnesi. Fyrrum kona hans Margrét Björgólfsdóttir. Kona hans Halldóra Sumarliðadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.