Hulda Þorsteinsdóttir (Arnarfelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hulda Þorsteinsdóttir frá Arnarfelli, Skólavegi 29, húsfreyja fæddist þar 16. febrúar 1940.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Gíslason frá Görðum, skipstjóri, f. 5. maí 1902 á Eskifirði, d. 25. maí 1971, og kona hans Guðrún Lilja Ólafsdóttir frá Strönd, f. 30. júlí 1911, d. 2. apríl 1993.

Börn Lilju og Þorsteins:
1. Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 6. ágúst 1931, d. 27. mars 2012.
2. Gísli Guðni Þorsteinsson, f. 14. september 1932, d. í júní 1933.
3. Erna Þorsteinsdóttir, f. 18. ágúst 1936. d. 2. janúar 2012.
4. Hulda Þorsteinsdóttir, f. 16. febrúar 1940.
5. Þorsteinn Gísli Þorsteinsson, f. 22. nóvember 1943, d. 17. ágúst 2022.
6. Ólafur Diðrik Þorsteinsson, f. 14. janúar 1951, d. 11. október 1997.

Hulda var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskiðnað og í Apótekinu, sigldi til Danmerkur og var í matreiðsluskóla og vinnu þar.
Hulda flutti til Reykjavíkur og þau Yngvi giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau búa nú í Æsufelli.

I. Maður Huldu, (16. desember 1966), er Yngvi Guðnason frá Heiðardal, vélvirkjameistari, f. þar 25. júlí 1941.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Yngvason prentsmiður í Hafnarfirði, rekur prentsmiðju með öðrum, f. 22. desember 1965. Kona hans er Jónína Guðmundsdóttir.
2. Júlía Yngvadóttir húsfreyja, matráðskona, f. 15. ágúst 1967. Maður hennar er Hjalti Kristjánsson.
3. Guðni Yngvason verkamaður, f. 18. september 1970. Kona hans var Sunna Guðnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.