Ingólfur Grétarsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ingólfur Grétarsson.

Ingólfur Grétarsson frá Bessastíg 8, sjómaður, stýrimaður fæddist þar 7. september 1950.
Foreldrar hans Grétar Skaftason frá Suður-Fossi í Mýrdal, sjómaður, skipstjóri, f. 26. október 1926, fórst 5. nóvember 1968, og kona hans Kristbjörg Ingileif Sigurjónsdóttir húsfreyja, ræstitæknir, f. 11. desember 1931.

Börn Kristbjargar og Grétars:
1. Ingólfur Grétarsson stýrimaður, f. 7. september 1950 á Bessastíg 8. Fyrrum kona hans Ásta Finnbogadóttir.
2. Sigurjón Ragnar Grétarsson stýrimaður, skipstjóri, rafeindavirki, f. 21. október 1954 á Vallargötu 4. Kona hans Þórgunnur Hjaltadóttir.
3. Ófeigur Grétarsson rafeindavirki, f. 11. október 1962 að Vallargötu 4. Kona hans Ragnheiður Þorvaldsdóttir, látin.
4. Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir kaupmaður, sjúkraliði, f. 4. febrúar 1969. Maður hennar Heiðar Hinriksson.

Ingólfur lauk gagnfræðaprófi, og I. og II. stigi í Stýrimannaskólanum í Eyjum.
Hann var sjómaður frá 14 ára aldri á mb. Mars VE 204 og stundaði sjóinn í 4 ár, en þurfti að hætta um skeið vegna slyss á mb. Gideon 1968. Hann fór síðan í Stýrimannaskólann og varð stýrimaður á ýmsum skipum, m.a. á Kap II VE 4.
Þau Ásta giftu sig, eignuðust tvö barn. Þau bjuggu við Höfðaveg 4, síðar við Höfðaveg 43. Þau skildu.

I. Fyrrum Kona Ingólfs var Ásta Finnbogadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 31. mars 1953, d. 27. maí 2023.
Börn þeirra:
1. Kristjana Ingólfsdóttir, f. 14. september 1973.
2. Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, f. 28. maí 1981.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Ástu.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.