Ingibjörg Ólafsdóttir (Símstöðinni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórhallur Gunnlaugsson og Ingibjörg Ólafsdóttir

.

Ingibjörg Ólafsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja fæddist 12. september 1893 og lést 23. ágúst 1966.
Foreldrar hennar voru Ólafur Friðrik Davíðsson verslunarstjóri, f. 25. mars 1858, d. 15. ágúst 1932, og Sigríður Þórunn Stefanía Þorvarðardóttir húsfreyja, f. 22. júní 1862, d. 8. október 1932.

Þau Þórhallur giftu sig 1922, eignuðust þrjú börn. Hún flutti til Eyja 1922, en Þórhallur 1921. Þau bjuggu á Símstöðinni við Vestmannabraut 22, fluttu til Reykjavíkur í lokin.
Þórhallur lést í apríl 1966 og Ingibjörg í ágúst 1966.

I. Maður Ingibjargar, (25. mars 1922), var Þórhallur Andreas Gunnlaugsson símstöðvarstjóri, f. 29. nóvember 1886 á Breiðabólstað í Vesturhópi, d. 5. apríl 1966.
Börn þeirra:
1. Ása María Þórhallsdóttir, f. 23. júlí 1923, d. 18. september 2010 í Florida.
2. Halldór Gunnlaugsson Þórhallsson sýningastjóri, síðar auglýsingastjóri í Bandaríkjunum, f. 27. júlí 1924, d. 17. ágúst 1975.
3. Ólafur Friðrik Þórhallsson, síðast í Bandaríkjunum, f. 25. nóvember 1926, d. 13. mars 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.