Ingibjörg Jakobsdóttir (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Jakobsdóttir húsfreyja á Ofanleiti og á Vesturhúsum fæddist 3. febrúar 1795 á Svertingsstöðum í Eyjafirði og lést 12. júní 1861.
Foreldrar hennar voru Jakob Þorvaldsson bóndi á Litla-Eyrarlandi og í Kaupangi í Eyjafirði, f. 1770, d. 16. september 1846, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1770.

Ingibjörg var vinnukona á Akureyri 1816. Hún giftist Snæbirni 1823. Hann fékk Ofanleiti 31. desember 1825 og vígðist þangað 5. febrúar 1826, og fjölskyldan var á Ofanleiti 1826. Hann lést í byrjun árs 1827.
Ingibjörg giftist Jónasi 1828 og fluttist að Vesturhúsum. Þar var hún ekkja eftir Jónas 1835. Hún var í Reykjavík 1840, var í heimili hjá Snæbirni syni sínum þar 1850, og 1855 var hún í Reykjavík, ekkja og „lifir af vinnu sinni“.
1860 var hún húsfreyja í Aðalstræti 10 og hjá henni var Jóhanna Þuríður Snæbjörnsdóttir 13 ára tökubarn, sonarbarn hennar.

Ingibjörg var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (20. júlí 1823), var sr. Snæbjörn Björnsson prestur að Ofanleiti, f. 12. maí 1800, d. 17. janúar 1827.
Börn þeirra voru:
1. Sigríður Snæbjörnsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1823, d. 29. mars 1913, kona sr. Þorvaldar Böðvarssonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
2. Jón Snæbjörnsson sýslumaður í Höfn í Melasveit í Borgarfirði, f. 30. september 1824, d. 31. ágúst 1860.
3. Snæbjörn Snæbjörnsson kaupmaður í Reykjavík, f. 4. ágúst 1827, drukknaði 1857.

II. Síðari maður Ingibjargar, (8. febrúar 1828), var Jónas Einarsson Vestmann smiður og formaður f. 1798, d. 5. mars 1834.
Þau Jónas voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.