Ingvar Svipmundsson (Nýjabæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kynning.

Ingvar Svipmundsson í Nýjabæ fæddist 27. nóvember 1868 á Loftsölum í Mýrdal og lést 22. nóvember 1898.
Faðir hans var Svipmundur Ólafsson bóndi að Loftsölum, f. 23. nóvember 1825, d. 22. júlí 1912, og kona hans Þórunn Karítas Árnadóttir, f. 10. mars 1839, d. 12. mars 1910, (sjá Svipmund).
Systkini Ingvars í Eyjum voru:
1. Ólafur Svipmundsson verkamaður á Löndum, f. 29. maí 1867, d. 1. júní 1946 í Eyjum.
2. Friðrik Svipmundsson útvegsbóndi á Löndum, f. 15. apríl 1871, d. 3. júlí 1935.
3. Ragnhildur Svipmundsdóttir vinnukona í Landlyst 1901, f. 11. desember 1879.
Ingvar var hjá foreldrum sínum á Loftsölum til 1882, var léttadrengur á Stóru-Heiði í Mýrdal 1882-1885/6, vinnumaður á Giljum þar 1885/6 -1890. Fór þá til Eyja. Hann var vinnumaður í Nýjabæ 1890-1895, fór þá til Seyðisfjarðar og var þar til dauðadags.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Ingvar var vinnumaður í Nýjabæ og fór þaðan frá til veiða í Álsey, harðduglegur maður til allra starfa. Hann fór héðan austur á firði í atvinnuleit, meiddist þar á fæti og hlaut sár, hljóp síðan kolbrandur i fótinn, svo að taka varð hann af honum. Og upp úr þessu lést hann á besta aldri eða innan við þrítugt, ókvæntur og barnlaus.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.