Jóhann Ævar Jakobsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóhann Ævar Jakobsson.

Jóhann Ævar Jakobsson frá Höfðahúsi við Vesturveg 8, málarameistari, lögregluþjónn, rithöfundur fæddist þar 22. ágúst 1937 og lést 28. júlí 2014 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jakob Elías Guðmundsson frá Þórshöfn í Færeyjum, verkamaður, vélstjóri, f. 19. nóvember 1901, d. 30. nóvember 1975, og kona hans María Karólína Jóhannsdóttir frá Höfðahúsi, húsfreyja, f. 16. febrúar 1912, d. 30. nóvember 1979.

Börn Maríu og Jakobs:
1. Guðmundur Trausti Jakobsson húsasmíðameistari, f. 5. febrúar 1933, d. 3. júní 2011.
2. Jóhann Ævar Jakobsson málarameistari, lögregluþjónn, rithöfundur, f. 22. ágúst 1937, d. 28. júlí 2014.

Jóhann var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1954, lærði málaraiðn hjá Halldóri G. Magnússyni 1958-1962, lauk prófi í Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi 1962, öðlaðist meistararéttindi 1973.
Jóhann var málari í Eyjum 1962-1963, á Akureyri frá 1963, var málarameistari fyrir verksmiðjurnar á Akureyri. Hann var lögregluþjónn þar 1967-1973, síðan starfsmaður á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Jóhann Ævar skapaði málverk, olíumálverk og síðar vatnslitamálverk. Einnig gaf hann út barnabókina „Afi sjóari“ árið 1986 og verkið „Leikritið um Benna, Gúdda og Manna“, sem Leikfélag Akureyrar setti upp árið 1990. Ævar söng um tíma með karlakórnum Geysi á Akureyri.
Þau Solveig giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn.
Jóhann Ævar lést 2014 og Sólveig 2017.

I. Kona Jóhanns Ævars, (16. september 1958), var Sólveig Pálsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, ritari, f. 14. maí 1930, d. 16. júní 2017. Foreldrar hennar voru Páll Einarsson sýslu- og bæjarfógetaskrifari á Akureyri, f. 30. júní 1893 á Akureyri, d. 5. janúar 1983, og kona hans Þóra Hólmfríður Steingrímsdóttir húsfreyja, 17. október 1897 á Húsavík, d. 1. maí 1982.
Börn þeirra:
1. Páll Jóhannsson byggingatæknifræðingur, f. 9. mars 1959. Kona hans Marta María Stefánsdóttir dagsskrárritstjóri hjá RÚV.
2. Jakob Jóhannsson læknir, sérfræðingur í krabbameinslækningum, f. 17. apríl 1962. Kona hans Eva Kristín Hreinsdóttir hjúkrunarfræðingur.
3. Þórir Jóhannsson tónlistarmaður, f. 12. ágúst 1965. Kona hans Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.