Jóhanna Friðriksdóttir verkalýðsleiðtogi

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóhanna Friðriksdóttir.

Jóhanna Margrét Friðriksdóttir á Fjólugötu 29, húsfreyja, verkakona, verkalýðsleiðtogi fæddist 13. október 1930 í Reykjavík og lést 17. nóvember 2012 á Sólvangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Friðrik Gíslason bifvélavirki frá Hrauni í Grindavík, f. 22. janúar 1900, d. 30. nóvember 1979, og kona hans Sigríður Ásmundsdóttir húsfreyja frá Lyngum í Meðallandi, V-Skaft., f. 9. júní 1903, d. 29. október 1988. Jóhanna lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskólanum í Reykjavík og nam við húsmæðraskóla.
Hún giftist Sigurði 1950. Þau byggðu sér í Kópavogi, fyrst í Víðihvammi, en síðar í Hrauntungu. Jóhanna ól 4 börn.
Fjölskyldan fluttist til Eyja 1970 og byggði sér hús að Fjólugötu 29.
Jóhanna vann verkakvennastörf auk heimilisstarfa sinna. Hún gerðist baráttukona innan verkalýðshreyfingarinnar og var formaður Verkakvennafélagsins Snótar 1977-1986, sat í stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja frá 1977-1996 og þar af gegndi hún formennsku tvö tímabil. Þá var hún þátttakandi í stjórnmálahreyfingu Alþýðubandalagsins í Eyjum.
Jóhanna og Sigurður fluttu til Hafnarfjarðar 1999.
Að síðustu dvaldi Jóhanna á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði.
Hún lést 2012.

Maður Jóhönnu, (25. desember 1950), var Sigurður Sigurðarson frá Vatnsdal, skipasmíða- og húsasmíðameistari í Eyjum, f. 22. júlí 1928 í Vatnsdal, d. 16. ágúst 2020.
Börn þeirra:
1. Atli Sigurðsson skipstjóri, f. 3. ágúst 1952 í Reykjavík. Kona hans er Harpa Njálsdóttir Andersen húsfreyja, f. 10. ágúst 1948.
2. Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingur, f. 12. febrúar 1957 í Reykjavík. Maður hennar, (skildu), er Gunnar Þór Sigurðsson vélstjóri, rafvirkjameistari frá Svanhól, f. 7. júlí 1948.
3. Gylfi Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 26. janúar 1959 í Kópavogi. Kona hans er Guðrún Erlingsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi, fyrrv. varaþingmaður, blaðamaður.
4. Friðrik Arnar Sigurðsson vélfræðingur, f. 9. mars 1965 í Kópavogi. Fyrrum kona hans Anna Elísabet Sæmundsdóttir. Sambýliskona Arna Margrét Ragnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.