Jóhanna Gíslína Elísdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Gíslína Elísdóttir fæddist 5. ágúst 1890 í Elínarhúsi og lést 18. maí 1917.
Foreldrar hennar voru Elís Sæmundsson smiður í Björgvin og á Bergstöðum, f. 8. mars 1860, d. 27. desember 1916, og kona hans Björg Ísaksdóttir frá Norðurgarði, f. 4. október 1865, d. 13. maí 1953.

Jóhanna var með foreldrum sínum í Elínarhúsi 1890, í Björgvin 1901.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1910 og var húsfreyja á Grettisgötu 30 á því ári, bjó með Birni Jónssyni bakara. Hún lést 1917.
Síðari kona Björns var Jónína Guðrún Elísdóttir systir Jóhönnu Gíslínu.

Maður Jóhönnu Gíslínu, (17. desember 1910), var Björn Jónsson bakari, kaupmaður, þá ekkill, f. 29. mars 1881 í Reykjavík, d. 4. ágúst 1972.
Jóhanna Gíslína lést 1917 barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.