Jóhanna Kolbrún Jensdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Kolbrún Jensdóttir (Hanný) frá Hlaðbæ, húsfreyja í Brekkuhúsi fæddist 4. desember 1938 í Reykjavík og lést 8. júní 2010.
Foreldrar hennar voru Þorkell Jens Haraldsson, f. 9. júní 1905, d. 16. september 1947, og Kristjana Hansína Elíasdóttir, f. 5. mars 1913, d. 7. ágúst 1999.
Fósturforeldrar hennar voru móðurbróðir hennar Angantýr Arngrímur Elíasson skipstjóri, útgerðarmaður, hafnsögumaður, f. 29. apríl 1916, d. 18. júní 1991, og kona hans Sigríður Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð, húsfreyja, f. 8. apríl 1923, d. 30. júlí 2019.

Jóhanna kom í fóstur til Sigríðar og Angantýs í Hlaðbæ 1944 og ólst þar upp.
Hún var starfsstúlka við giftingu 1958, en stóð síðar að reitingu og sölu lunda á lundaveiðitímanum.
Þau Kristinn giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Kirkjuvegi 9, síðar í Brekkuhúsi.
Kristinn lést 1997 og Jóhanna 2010.

I. Maður Jóhönnu Kolbrúnar, (20. september 1958), var Kristinn Kristinsson frá Miðhúsum, sjómaður, f. 11. mars 1933, d. 1. janúar 1997.
Börn þeirra:
1. Kristinn Jens Kristinsson, f. 18. janúar 1958.
2. Bára Kristinsdóttir, f. 10. mars 1959.
3. Sigríður Kosek Kristinsdóttir, f. 4. júní 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.