Jóhanna Sigríður Jónsdóttir (Litlabæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Litlabæ og Sjólyst fæddist 24. júní 1889 og lést 4. apríl 1977.
Faðir hennar var Jón bóndi á Rauðsbakka undir Eyjafjöllum 1901, í Marbæli 1910, f. 15. júlí 1859, d. 6. júlí 1937, Einarsson bónda í Bakkakoti 1860, f. 3. júní 1796, d. 30. janúar 1869, Péturssonar bónda á Hjáleigusöndum og Lambhúshóli u. Eyjafjöllum, f. 1757, d. 7. júlí 1841, Erlendssonar, og konu Péturs, Margrétar húsfreyju, f. 1768, d. 25. september 1825, Jónsdóttur.
Móðir Jóns á Rauðsbakka og kona Einars Péturssonar var Margrét húsfreyja, f. 1830, d. 16. ágúst 1868, Loftsdóttir bónda í Hjörleifshöfða, f. 22. febrúar 1791, d. 19. apríl 1856, Guðmundssonar, og barnsmóður Lofts, Bjarghildar vinnukonu í Mýrdal, f. 1800 í Reynissókn í Mýrdal, d. 10. júlí 1856 í Skógum u. Eyjafjöllum, Oddsdóttur.

Móðir Jóhönnu Sigríðar í Litlabæ og kona Jóns Einarssonar á Rauðsbakka var Margrét húsfreyja, f. 15. apríl 1866, d. 20. mars 1939, Jónsdóttir bónda á Hærri-Þverá í Fljótshlíð 1870, f. 1828, Eyjólfssonar bónda á Háu-Þverá 1835, f. 3. október 1787 í Árkvörn í Fljótshlíð, d. 27. júlí 1851, Jónssonar og konu Eyjólfs Jónssonar, Þorbjargar húsfreyju, f. 5. október 1790 á Kirkjubæ á Rangárvöllum, d. 24. desember 1888, Jónsdóttur.
Móðir Margrétar Jónsdóttur á Rauðsbakka og kona Jóns Eyjólfssonar á Hærri-Þverá var Margrét húsfreyja, f. 11. maí 1834, d. 28. mars 1912, Ögmundsdóttir bónda í Auraseli 1835, f. 30. október 1803, d. 25. maí 1890, Ögmundssonar, Pálssonar og konu Ögmundar í Auraseli, Guðrúnar húsfreyju, f. 23. apríl 1807, d. 29. júlí 1891, Andrésdóttur.
Ögmundur í Auraseli var einnig ættfaðir Litlabæjarfólksins.

Börn Jóns Einarssonar bónda í Marbæli og Margrétar Jónsdóttur húsfreyju - í Eyjum:
1. Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Litlabæ, f. 24. júní 1889, d. 4. apríl 1977.
2. Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Vestri-Norðurgarði, f. 23. ágúst 1894, d. 3. júní 1934.
3. Kristín Jónsdóttir í Gíslholti, húsfreyja f. 24. mars 1898, d. 19. apríl 1969.
4. Sæmundur Jónsson verkamaður í Oddhól, f. 27. apríl 1902, d. 12. október 1943.
5. Steinunn Jónsdóttir verkakona, vinnukona í Eystri-Norðurgarði og víðar, f. 19. ágúst 1903, d. 4. nóvember 1976.
6. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Eskihlíð, Skólavegi 36 og víðar, f. 9. mars 1908, d. 14. ágúst 1981.
Uppeldisbróðir systkinanna var
7. Adolf Andersen bóndi á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, f. 5. desember 1913, d. 20. september 1987.
Ömmubróðir systkinanna var
8. Guðmundur Ögmundsson í Borg, bróðir Margrétar Ögmundsdóttur.

Jóhanna Sigríður var eins árs með vinnufólkinu foreldrum sínum á Miðbælisbökkum u. Eyjafjöllum 1890, 12 ára með bændahjónunum foreldrum sínum á Rauðsbakka 1901.
Hún var gestkomandi í Drangshlíð u. Eyjafjöllum 1910, fluttist til Eyja 1915.
Á árinu 1916 var Jóhanna Sigríður vinnukona í Litlabæ, ógift húsfreyja og leigjandi þar 1918 og enn 1924 með Guðmundi og börnunum Magnúsi Sigurjóni og Jóni Maríusi.
Þau Guðmundur bjuggu í Sjólyst 1927 og síðan meðan bæði lifðu.
Guðmundur lést 1970 og Jóhanna Sigríður 1977.

Maður Jóhönnu Sigríðar Jónsdóttur var Guðmundur Ástgeirsson sjómaður frá Litlabæ, f. 22. maí 1889, d. 26. ágúst 1970.
Börn þeirra hér:
Magnús Sigurjón Guðmundsson, f. 16. nóvember 1916, d. 20. maí 1952.
Jón Maríus Guðmundsson vélstjóri, skipstjóri, f. 9. febrúar 1920, d. 27. apríl 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.