Jóhanna Víglundsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóhanna Víglundsdóttir.

Jóhanna Alfa Víglundsdóttir (Lella) frá Akureyri, húsfreyja, fiskiðnaðarkona fæddist 17. júlí 1943 á Hólum í Fljótum, Skagf. og lést 18. mars 2011.
Foreldrar hennar voru Víglundur Jóhannes Arnljótsson bóndi á Hólum í Fljótum, síðar á Akureyri, f. 18. maí 1916, d. 18. maí 1996, og kona hans Benónía Hermína Marinósdóttir húsfreyja, f. 24. september 1919, d. 21. desember 2002.
Hermína móðir Guðrúnar var dóttir Marinós Jónssonar vélstjóra og pípulagningameistara í Eyjum og Sigríðar Kristínar Gunnarsdóttur, f. 21. september 1892, d. 7. maí 1935.

Börn Hermínu og Víglundar - í Eyjum:
1. Jóhanna Víglundsdóttir, f. 17. júlí 1943, kona Gústafs Sigurlássonar.
2. Helga Víglundsdóttir, f. 25. ágúst 1944, d. 18. september 2015, kona Stefáns Runólfssonar.
3. Guðrún Víglundsdóttir, f. 11. mars 1950, d. 17. október 1993, kona Harðar Róberts Eyvindssonar, látinn.
4. Ragnheiður Víglundsdóttir, f. 16. apríl 1957, kona Garðars Péturssonar, látinn.

Jóhanna var með foreldrum sínum, flutti ung með þeim til Akureyrar.
Hún hóf störf hjá Gefjun, vann þar um skeið, flutti til Siglufjarðar, til Jónínu systur sinnar, starfaði þar m.a. við síldarsöltun. Síðan flutti hún til Eyja, vann þar við fiskiðnað, lengst hjá Fiskiðjunni.
Þau Gústaf giftu sig 1973, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrst á Sandi við Strandveg 63, keyptu íbúð við Heiðarveg 11 og síðar bjuggu þau við Skólaveg 13.
Jóhanna lést 2011.

I. Maður Jóhönnu, (30. desember 1973), er Gústaf Sigurlásson frá Reynisstað, sjómaður, f. 19. september 1941.
Börn þeirra:
1. Ásta Gústafsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 23. september 1973.
2. Sigurlás Gústafsson lestunarstjóri, f. 26. júlí 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.