Jónína Hugborg Kjartansdóttir
Jónína Hugborg Kjartansdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur fæddist 15. desember 1963 og lést 16. janúar 1998.
Foreldrar hennar Halldóra Valgerður Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 8. apríl 1938, d. 4. febrúar 1985, og Kjartan Hreinn Pálsson sjómaður, f. 24. janúar 1938, d. 2. apríl 1977.
Börn Halldóru og Kjartans:
1. Jónína Hugborg Kjartansdóttir snyrtifræðingur, f. 15. desember 1963, d. 16. janúar 1998. Maður hennar Njáll Skarphéðinsson, látinn.
2. Sigurbjörn Snævar Kjartansson lyftarastjóri, f. 5. janúar 1969. Kona hans Wichuda Buddeekan frá Tailandi.
3. Jóhann Bjarni Kjartansson lagermaður, f. 12. janúar 1976. Kona hans Borghildur Sverrisdóttir.
Þau Njáll giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Selfossi.
I. Maður Jónínu Hugborgar var Njáll Skarphéðinsson húsasmiður, f. 23. apríl 1960, d. 24. júlí 2009. Foreldrar hans Skarphéðinn Sveinsson, f. 5. október 1934, d. 2. júní 2022, og Íris Bachmann Haraldsdóttir, f. 20. júlí 1940.
Börn þeirra:
1. Kjartan Hreinn Njálsson, f. 14. júlí 1987.
2. Skarphéðinn Njálsson, f. 8. febrúar 1990.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.