Jónína Pálsdóttir (Vík)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónína Pálsdóttir frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, V.-Skaft., vinnukona fæddist þar 20. júlí 1913 og lést 6. ágúst 2004.
Foreldrar hennar voru Páll Jónsson bóndi, f. 2. júní 1877, d. 12. júní 1963, og bústýra hans Ragnhildur Ásmundsdóttir, f. 1. júlí 1888, d. 23. janúar 1954.

Jónína var með foreldrum sínum á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi til 1927, var vinnukona á Efri-Steinsmýri þar 1927-1934, á Sandaseli þar 1934-1936, í Vík í Mýrdal 1936-1940.
Hún var vinnukona í Vík við Bárustíg 13 1940, var með foreldrum sínum á Syðri-Steinsmýri 1950 eða fyrr til 1959, hjá föður sínum í Rvk 1962, bjó við Álfheima í Rvk 1986, en síðast á Hrafnistu við Kleppsveg.
Jónína lést 2004.

Jónína eignaðist barn með Engilbert 1942.

I. Barnsfaðir Jónínu var Engilbert Jóhannsson smiður, f. 26. júlí 1905, d. 8. janúar 1990.
Barn þeirra:
1. Ragnar Magnús Engilbertsson, f. 26. janúar 1942 á Syðri-Steinsmýri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.