Jón Þorbjörnsson (Dalahjalli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Þorbjörnsson frá Dalahjalli fæddist 1801 í Bakkaghjáleigu í A-Landeyjum og lést 3. október 1830 eftir hrap úr Fiskhellum.
Foreldrar hans voru Þorbjörn Jónsson tómthúsmaður í Dalahjalli, f. 1765, d. 20. febrúar 1811 og kona hans Kristín Þórólfsdóttir húsfreyja, f. 1765, d. 11. október 1830.

Jón var með móður sinni í Dalahjalli 1812-1816.
Hann var vinnumaður í Kornhól 1818 og á Ofanleiti 1823 og 1824. Húsmaður í Brekkuhúsi var hann 1825, tómthúsmaður í „Jóns Þorbjarnarhúsi‟ 1825, en það hús mun vera hið sama og Jónshús, síðar Hlíðarhús og þar var Sigríður Einarsdóttir húsfreyja á sama aldri. Á árinu 1828 var hann aftur húsmaður í Brekkuhúsi, en kominn þaðan 1829, nú í Jónshús. Þar var Sigríður 1831 með Vigfúsi Bergssyni.
Jón lést 1830.

I. Barnsmóðir Jóns var Kristín Gísladóttir í Gíslahjalli, f. 1796, varð úti í byl 26. mars 1836.
Barnið var
1. Jódís Jónsdóttir, f. 5. maí 1824, d. 12. maí 1824 úr ginklofa.

II. Kona Jóns, (11. júlí 1824), var Sigríður Einarsdóttir húsfreyja úr A-Landeyjum, skírð 4. janúar 1801, d. 4. desember 1897. Hún varð síðar kona Vigfúsar Bergssonar bónda í Stakkagerði.
Barn þeirra Jóns var
2. Páll Jónsson, f. 1. febrúar 1825, d. 8. febrúar 1825 úr ginklofa.

II. Látnum kenndi Kristín Eiríksdóttir honum barn, þá ógift á Vilborgarstöðum.
Barnið var
3. Guðmundur Jónsson, f. 3. mars 1831, d. 12. mars 1831 úr „Barnaveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.