Jón Filippusson (Dalbæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Filippusson í Dalbæ fæddist 14. september 1878 í A-Landeyjum og lést 23. júlí 1956.
Foreldrar hans voru Filippus Jónsson frá Þórunúpi í Hvolhreppi, f. 1854, d. 30. apríl 1879, og barnsmóðir hans Ingibjörg Sigurðardóttir frá Búðarhóli í A-Landeyjum, síðar húsfreyja í Batavíu, f. 13. maí 1855, d. 16. febrúar 1906.

Jón var með móður sinni og móðurforeldrum á Búðarhóli 1880, fluttist með þeim til dvalar í Eyjum 1888.
Hann fluttist kvæntur maður frá Seyðisfirði til Eyja með Jóhönnu Sigríði 1898.
Jón var leigjandi með Jóhönnu í Dalbæ 1901.
Jón tók þátt í leikstarfsemi í Eyjum, m.a. í Kaupmannsstrikinu, sem leikið var í Kumbalda 1900-1901.
Þau fluttust til Vesturheims 1902 með barnið Ólaf Vídalín.

I. Kona Jóns var Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1876, d. 16. apríl 1916.
Börn þeirra:
1. Ólafur Vídalín Jónsson, f. 26. október 1899, d. 17. nóvember 1974. Hann nefndi sig Philippson Vestra. Kona hans var Karla Marie Jensen.
2. George Jónsson Philippson raffræðingur í Prince Roberts, f. 21. júní 1903. Kona hans Lillian Catton Philippson.
3. Kristín Sigurást Jónsdóttir Ormiston húsfreyja í Victoria B.C., f. 9. ágúst 1907. Maður hennar Harry Alexander Ormiston.
4. Ingibjörg Philippia Jónsdóttir Kristjánsson húsfreyja í Prince Roberts í B.C., f. 26. október 1909. Maður hennar Arthur Hjörtur Kristjánsson.
5. Thorstina Sigurbjörg Jónsdóttir Degg húsfreyja í Raymond í Washington-fylki, f. 8. febrúar 1913. Maður hennar Norman Oliver Degg.
6. Jóhann Jónsson Philippson umsjónarmaður í Victoria, f. 2. apríl 1916. Kona hans Margaret Anderson Philippson.

II. Kona Jóns, (14. febrúar 1919), var Snjófríður Jónsdóttir Philippson húsfreyja, f. 23. desember 1874 að Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð, N-Múl. Foreldrar hennar voru Jón Björnsson að Fossvöllum í N-Múl, f. 1. júlí 1834, d. 13. apríl 1888 á Fossvöllum, og kona hans Ingunn Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1838, d. 17. ágúst 1909 í Siglunesbyggð í Manitoba.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.