Jón Guðmundsson (Litlabæ)
Jump to navigation
Jump to search
Jón Guðmundsson frá Litlabæ fæddist 27. mars 1862 og hrapaði til bana 28. júlí 1876.
Foreldrar hans voru Guðmundur Pétursson sjómaður frá Elínarhúsi f. 1836, d. 19. janúar 1900, og kona hans Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1831, d. 22. nóvember 1916.
Jón var með foreldrum sínum í fyrstu. Móðir hans hvarf til lands 1871 og hann var 9 ára sveitarbarn í Kastala hjá Arndísi Jónsdóttur á því ári, 10 ára þar 1872, 11 ára niðursetningur hjá Þorgerði Gísladóttur í Görðum við Kirkjubæ 1873, 12 ára hjá Valgerði Jónsdóttur og Einari Jónssyni í Litlabæ 1874 og 14 ára þar 1876, er hann hrapaði til bana úr Ufsabergi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.