Jón Jónsson (Nýjabæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Jónsson Westman frá Skarðshjáleigu í Mýrdal, vinnumaður í Nýjabæ fæddist 22. mars 1881 í Skarðshjáleigu og lést 15. mars 1967 í Bandaríkjunum.
Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson bóndi í Skarðshjáleigu og víðar í Mýrdal, f. 7. júlí 1815 á Ytri-Sólheimum þar, d. 26. maí 1900 á Litlu-Hólum þar, og barnsmóðir hans Guðrún Jónsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja, húskona, f. 20. mars 1852 í Skammadal í Mýrdal, d. 25. desember 1910 í Suður-Hvammi þar.

Jón var með föður sínum á Litlu-Hólum 1881-1894, með honum og síðan vinnumaður þar 1894-1901.
Hann fluttist til Eyja 1901, var vinnumaður í Nýjabæ.
Jón fluttist til Vesturheims 1903.
Þau Rannveig giftust 1909. Þau bjuggu í Elfros í Saskatchewan í Kanada 1909-1915, í Montana-fylki í Bandaríkjunum 1915-1922, í Point Roberts í Washington-fylki þar 1922-1925, í Blaine þar 1825-1860 og áfram.
Jón lést 1967 og Rannveig 1971.

Kona Jóns, (19. júlí 1909), var Rannveig Hannesdóttir húsfreyja, f. 7. janúar 1879, d. 23. júlí 1971.
Börn þeirra:
1. Hannes skipstjóri í Seattle, f. 17. maí 1910.
2. Guðjón Eyþór skipstjóri í Blaine, f. 20. febrúar 1914.
3. Dómhildur Helga húsfreyja, f. 10. maí 1916.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vestur-íslenzkar æviskrár. Benjamín Kristjánsson, Jónas Thordarson. Skjaldborg 1961-1992.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.