Jón Ragnar Sævarsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Ragnar Sævarsson sjómaður, vélstjóri, vélvirki í Baldurshaga fæddist 27. júlí 1948 á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, V.-Skaft..
Foreldrar hans voru Guðríður Guðfinna Jónsdóttir, síðar húsfreyja á Fjólugötu 7, f. 25. febrúar 1931 í Vík í Mýrdal, og Víkingur Sævar Sigurðsson, f. 5. maí 1925, d. 25. febrúar 1983.

Barn Guðríðar er
1. Jón Ragnar Sævarsson sjómaður, vélstjóri, vélvirki, f. 27. júlí 1948 á Þykkvabæjarklaustri.

Börn Guðríðar og Engilberts eru:
1. Kolbrún Engilbertsdóttir sjúkraliði í Reykjavík, f. 16. júlí 1952 á Sjúkrahúsinu í Eyjum.
2. Þór Engilbertsson húsasmíðameistari og verktaki, eigandi byggingafyrirtækisins Tvö-Þ í Eyjum, f. 16. apríl 1954 í Hljómskálanum.

Jón Ragnar ólst upp á Þykkvabæjarklaustri, stundaði nám í Skógaskóla og varð gagnfræðingur. Hann lærði vélvirkjun í Magna, lauk sveinsprófi um 1968, lærði vélstjórn.
Hann fluttist til Eyja 1964, bjó hjá móður sinni og Engilbert á Fjólugfötu 7. Hann stundaði sjómennsku og síðar vinnu við skipalyftuna.
Þau Helga giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Reykjum, á Lundi við Miðstræti 22 við Gos 1973, um skeið á Fögrubrekku meðan þau byggðu Búhamr 36, en búa nú í Baldurshaga við Vesturveg 5.

I. Kona Jóns Ragnars (27. júlí 1968), er Helga Magnúsdóttir frá Felli, húsfreyja, f. þar 14. apríl 1948.
Börn þeirra eru:
1. Bryndís Björg Jónsdóttir húsfreyja, flugfreyja, f. 29. maí 1969. Maður hennar Hlynur Mortens.
2. Magnús Jónsson sjómaður, f. 12. maí 1971. Kona hans Súsanna Georgsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.