Jón Viktor Þórðarson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Viktor Þórðarson bóndi, verktaki fæddist 27. apríl 1942 á Eyvindarmúla í Fljótshlíð.
Foreldrar hans voru Þórður Auðunsson bóndi á Eyvindarmúla, síðar þingvörður, f. 30. janúar 1897, d. 24. nóvember 1982, og kona hans Njóla Jónsdóttir frá Sólbakka á Stokkseyri, húsfreyja, f. 24. ágúst 1922, d. 30. janúar 2000.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann leitaði til Eyja.
Jón var bóndi, síðar verktaki. Þau Oddný hófu sambúð, bjuggu í fyrstu við Hilmisgötu, en urðu síðan bændur á Eyvindarmúla í Fljótshlíð í rúm 30 ár, eignuðust fjögur börn. Þau fluttu að síðustu í Hrísrima 5 í Reykjavík.
Oddný lést 1995.
Jón hóf sambúð með Katrínu.

I. Sambúðarkona Jóns var Oddný Jóhanna Benónýsdóttir frá Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45, húsfreyja, f. 26. júlí 1939, d. 28. júlí 1995.
Börn þeirra:
1. Þórður Jónsson, járningamaður í Þýskalandi, f. 5. júlí 1964 í Eyjum. Barnsmóðir hans Magný Ósk Arnórsdóttir. Barnsmóðir hans hans Guðrún Björg Bragadóttir.
2. Jóhanna Jónsdóttir sölumaður, f. 25. apríl 1966 í Fljótshlíð. Barnsfaðir hennar Finnur Guðmundsson. Fyrrum maður hennar Pálmi Hreinn Harðarson.
3. Njóla Jónsdóttir stuðningsfulltrúi, f. 28. júlí 1967 á Selfossi. Barnsfaðir hennar Lárus Ágúst Bragason. Barnsfaðir hennar Ásmundur Indriðason. Fyrrum maður hennar Hlynur Sveinbergsson. Maður hennar Þórarinn Þórarinsson.
4. Benóný Jónsson líffræðingur hjá Veiðmálastofnun, f. 16. júlí 1968 í Fljótshlíð. Fyrrum kona hans Sigríður Karólína Viðarsdóttir. Fyrrum kona hans Berglind Elva Tryggvadóttir. Sambúðarkona hans Hrund Harðardóttir.

II. Sambúðarkona Jóns Viktors er Katrín Einarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.