Jóna Jóhanna Jónsdóttir (Brautarholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóna Jóhanna Jónsdóttir.

Jóna Jóhanna Jónsdóttir frá Brautarholti við Landagötu 3b, húsfreyja fæddist 29. desember 1907 á Vegamótum við Urðaveg 4 og lést 4. október 2005 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, sjómaður, verkamaður, síðar spítalaráðsmaður, f. 15. júlí 1869 í Norðurbænum á Vilborgarstöðum, d. 4. september 1964, og kona hans Guðríður Bjarnadóttir frá Svaðkoti, húsfreyja, f. 28. febrúar 1875, d. 3. september 1950.

Börn Guðríðar og Jóns voru:
1. Bjarni Jónsson, f. 9. október 1896, d. 17. október 1896.
2. Jóna Jóhanna Jónsdóttir, f. 10. júlí 1899, d. 10. október 1906 í Kanada.
3. Bjarney Ragnheiður húsfreyja á Þrúðvangi, f. 4. desember 1905 í Selkirk í Kanada, d. 9. nóvember 2006 að Hraunbúðum, gift Sigurði Ólasyni forstjóra, f. 25. ágúst 1900, d. 6. júní 1979.
4. Jóna Jóhanna, f. 29. desember 1907, d. 4. október 2005, gift Kristni Ólafssyni bæjarfógeta í Neskaupstað, bæjarstjóra í Eyjum, síðar sýslumannsfulltrúa á Reyni og í Hafnarfirði, f. 21. nóvember 1897, d. 18. október 1959.
5. Ólafur Gunnsteinn, f. 12. desember 1911, d. 30. mars 1984, kvæntur Sigrúnu Lúðvíksdóttur, f. 5. september 2003, d. 5. september 2003.

Jóna var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Kristinn giftu sig 1929, eignuðust fimm börn. Þau fluttu til Neskaupstaðar 1929, bjuggu þar til 1937, fluttu til Eyja 1937, bjuggu á Bakkastíg 5 og á Reyni við Bárustíg 5, fluttu til Hafnarfjarðar 1944, bjuggu þar við Hverfisgötu 10.
Kristinn lést 1959.
Jóna bjó í Hafnarfirði til 1967, en síðan í Reykjavík. Hún flutti á Hrafnistu í Reykjavík 2001.
Hún lést 2005.

I. Maður Jónu, (5. apríl 1929), var Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, bæjarfógeti, fulltrúi sýslumanns, f. 21. nóvember 1897, d. 18. október 1959.
Börn þeirra:
1. Ása Sigríður Kristinsdóttir Guðnason, húsfreyja í Kaupmannahöfn, f. 14. febrúar 1930, d. 16. apríl 2019. Maður hennar Christian H. Gudnason prófessor.
2. Birgir Kristinsson símvirki, vélstjóri í Reykjavík, f. 13. maí 1931, d. 13. mars 2018. Kona hans Margrét Jóhannsdóttir.
3. Edda Kristinsdóttir húsfreyja, f. 13. apríl 1933. Maður hennar Theódór Diðriksson, látinn.
4. Ólafur Haukur Kristinsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 14. mars 1937. Fyrri kona hans Eirný Sæmundsdóttir, látin. Síðari kona hans Veronique Pasquier.
5. Kristín Kristinsdóttir kennari, f. 1. maí 1946. Fyrrum maður hennar Einar H. Guðmundsson kennari.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.