Jónas Traustason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jónas Traustason.

Jónas Traustason kennari fæddist 22. ágúst 1949 að Kornbrekku á Rangárvöllum.
Foreldrar hans voru Trausti Eyjólfsson búfræðingur, hótelstjóri, æskulýðsfulltrúi, kennari, skólastjóri, f. 19. febrúar 1928, d. 30. ágúst 2020, og kona hans Jakobína Jónasdóttir frá Grænavatni í Mývatnssveit, húsfreyja, matráðskona, félagsmálafrömuður, f. 26. mars 1927, d. 29. nóvember 2016.

Börn Jakobínu og Trausta:
1. Jónas Traustason kennari, íþróttakennari, bifreiðakennari, f. 22. ágúst 1949. Fyrrum kona hans Hugrún Hlín Ingólfsdóttir. Kona hans Ha Thi Nuyens.
2. Hólmfríður Traustadóttir húsfreyja, verslunarmaður, dagmóðir, f. 16. mars 1951. Maður hennar Jón Karlsson.
3. Líney Traustadóttir húsfreyja, skólaliði, f. 9. október 1952. Maður hennar Jósef Rafnsson.
4. Hildur Traustadóttir húsfreyja í Köldukinn og á Hvanneyri, f. 16. febrúar 1955. Fyrrum maður hennar Þorgeir Jónsson. Maður hennar Ari Ingimundarson.
5. Kristbjörg Traustadóttir húsfreyja, skrúðgarðyrkjumaður, búfræðingur, landslagsarkitekt, hönnuður á Akranesi, f. 13. febrúar 1957. Barnsfaðir hennar Hörður Sigurðsson. Maður hennar Björgvin K. Björgvinsson.
6. Áslaug Traustadóttir húsfreyja, landslagsarkitekt, f. 31. desember 1958. Maður hennar Guðmundur J. Albertsson.
7. Hermann Helgi Traustason vinnuvélastjóri, bormaður, f. 1. maí 1962. Kona hans Margrét Jósefsdóttir.
8. Eysteinn Traustason tækniteiknari, innkaupastjóri, f. 28. júní 1966, ókvæntur.

Jónas var með foreldrum sínum, á Rangárvöllum, í Eyjum, í Volaseli í Lóni.
Hann varð gagnfræðingur í Héraðsskólanum í Skógum 1967, lauk kennaraprófi 1969, íþróttakennaraprófi 1970.
Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1970-1971, Melaskólanum í Rvk 1971-1978, stundakennari í Vesturbæjarskóla í Rvk og Landakotsskóla 1972-1975, sundkennsla að vetri 1975-1978, kenndi í Hagaskóla í Rvk 1975-1977. Hann var rekstrarstjóri íþróttamannvirkja í Kópavogi frá 1978- 1987.
Jónas vann landbúnaðarstörf 1964-1965, stundaði sjómennsku á Höfn í Hornafirði 1965-1966, vann sumarstörf hjá Landsímanum 1965-1968, var við löggæslu á sumrin 1970-1973, var verkstjóri við Kröflu 1975-1977, var í byggingavinnu 1969 og 1974. Jónas er ökukennari.
Jónas var í stjórn Blaksambands Íslands 1974-1976, sat í stjórn Íþróttakennarafélags Íslands 1978 og 1979.
Hann eignbaðist barn með Sigrúnu 1969.
Þau Hugrún Hlín giftu sig 1973, eignuðust tvö börn og Jónas fóstraði barn hennar. Þau skildu.
Þau Ha Thi Nuyens eru í sambúð.

I. Barnsmóðir Jónasar Sigrún Sigurdórsdóttir kennari, f. 5. september 1948.
Barn þeirra:
1. Kristbjörg Ýrr Jónasdóttir fornleifafræðingur, f. 17. desember 1969.

II. Kona Jónasar, (14. júlí 1973, skildu), er Hugrún Hlín Ingólfsdóttir f. 25. ágúst 1948, d. 3. maí 2003.
Börn þeirra:
2. Hera Björg Jónasdóttir grasalæknir, kennari í London, f. 19. febrúar 1974.
3. Ingunn Hlín Jónasdóttir námsráðgjafi, kennari, f. 4. febrúar 1983.

III. Sambúðarkona Jónasar er Ásdís Ólafsdóttir, frá Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A.-Landeyjum, f. 26. maí 1955.

IV. Sambúðarkona Jónasar er Ha Thi Nuyens.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Jónas.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.