Júlíus Þ. Kolbeins

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Pétur Emil Júlíus Þorvaldsson Kolbeins.

Pétur Emil Júlíus Þorvaldsson Kolbeins póstfulltrúi á Akranesi, sölumaður fæddist 26. júlí 1936 í Litla-Hvammi við Kirkjuveg 38B og lést 11. febrúar 2020.
Foreldrar hans voru Þorvaldur Kolbeins frá Staðarbakka í Miðfirði, prentari, f. 24. maí 1906, d. 5. febrúar 1959, og kona hans Hildur Þorsteinsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 12. maí 1910, d. 13. ágúst 1982.

Börn Hildar og Þorvaldar:
1. Jóhanna Þ. Kolbeins húsfreyja, f. 24. febrúar 1930 í Reykjavík, d. 14. september 1991. Maður hennar Árni Þór Jónsson, látinn.
2. Hannes Bjarni Kolbeins bifreiðastjóri, ökukennar, leiðsögumaður, síðar í Svíþjóð, f. 29. september 1931 á Seltjarnarnesi, d. 16. september 2018. Fyrrum kona hans Guðríður J. Jensdóttir. Barnsmóðir hans Jórunn Guðrún Oddsdóttir. Sambúðarkona Hannesar Kristín Hákonardóttir, látin.
3. Þorsteinn Þorvaldsson Kolbeins bifreiðastjóri í Reykjavík, f. þar 8. maí 1934, d. 22. apríl 2017. Kona hans Rósa Þorláksdóttir.
4. Pétur Emil Júlíus Kolbeins póstfulltrúi á Akranesi, sölumaður, f. 26. júlí 1936 í Eyjum, d. 11. febrúar 2020. Fyrrum kona hans Sigríður Ingibjörg Ólafsdóttir. Kona hans Criste Anne Kolbeins.
5. Þóra Katrín Kolbeins skrifstofumaður, f. 13. maí 1940. Maður hennar Magnús G. Erlendsson, látinn.
6. Páll Hilmar Kolbeins rafvirki í Reykjavík, f. 13. maí 1940, d. 31. janúar 1997. Kona hans Helga Sigríður Claessen.
7. Þórey Ásthildur Kolbeins húsfreyja, f. 14. desember 1941. Maður hennar Jón K. Þorsteinsson, látinn.
8. Sigríður Kolbeins Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1943, d. 2. september 2022. Fyrri maður hennar var Friðrik Arnar Ásgrímsson. Síðari maður hennar Gunnar Ágústsson.
9. Eyjólfur Þorvaldsson Kolbeins innkaupastjóri, f. 14. febrúar 1946. Kona hans Guðrún J. Kolbeins.
10. Þuríður Erla Kolbeins húsfreyja, f. 25. júní 1950. Maður hennar Helgi Gíslason.

Júlíus var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk námi í Samvinnuskólanum í Bifröst.
Júlíus vann hjá Efnagerðinni Val, var sölumaður hjá G. Þorsteinssyni Jónssyni og fór að lokum í sjálfstæðan rekstur, var bæði kaupmaður og rak fólksflutningabifreiðar.
Hann bjó síðustu ár sín í Hveragerði, var virkur í félagsstörfum aldraðra þar og starfaði í Lionsklúbbnum Eden, og var þar forseti um skeið.
Þau Sigríður Ingibjörg giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu fyrst á Akranesi, fluttu til Reykjavíkur 1964 og skildu.
Þau Crista Anne giftu sig 1984. Þau fluttu til Hamborgar, bjuggu þar í tuttugu ár, en fluttu þá til Íslands.
Júlíus lést 2020.

I. Kona Júlíusar, (25. ágúst 1956 á Þingeyri við Dýrafjörð, skildu 1977), var Sigríður Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. apríl 1935 á Borðeyri, d. 5. júlí 2017. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson húsasmíðameistari, f. 12. maí 1892, d. 30. desember 1967, og Elínborg Katrín Sveinsdóttir símstöðvarstjóri á Þingeyri, f. 12. október 1897, d. 11. maí 1955.
Börn þeirra:
1. Ólafur Júlíusson Kolbeins sölustjóri, f. 29. janúar 1957. Kona hans Ósk Laufdal Þorsteinsdóttir Laufdal og Jóhönnu Tómasdóttur.
2. Sjöfn Sóley Júlíusdóttir Kolbeins, verslunarstjóri, f. 14. september 1961. Maður hennar Sigurður Jensson.
3. Guðborg Hildur Júlíusdóttir Kolbeins skrifstofumaður, f. 22. nóvember 1962. Maður hennar Tómas Sveinbjörnsson.

II. Kona Júlíusar, (22. september 1984 í Árbæjarkirkju), er Crista Anne Kolbeins húsfreyja, f. 24. mars 1939.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.