Jenný Hallbergsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jenný Hallbergsdóttir húsfreyja fæddist 15. september 1935 á Mosfelli og lést 10. mars 1995.
Foreldrar hennar voru Hallberg Halldórsson bifreiðastjóri, kaupmaður, f. 4. maí 1910 í Borgarkoti á Skeiðum, Árn., d. 24. september 1982, og fyrri kona hans Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. maí 1909 í Ásgarði í Holtum, Rang., d. 6. apríl 1998.

Börn Þuríðar og Hallbergs:
1. Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1932 á Blómsturvöllum á Stokkseyri, d. 8. september 2016.
2. Jenný Hallbergsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1935 á Mosfelli, d. 10. mars 1995.
Börn Hallbergs og Irmu Pöhls;
3. Helga Jósefína Hallbergsdóttir, BA-próf í íslensku og sagnfræði, M.A-próf í menningarmiðlun, forstöðumaður Byggðasafnsins í Eyjum, f. 3. júní 1952 á Steinsstöðum.
4. Ragnar Werner Hallbergsson tölvufræðingur, f. 21. maí 1957 á Steinsstöðum.
Barn Hallbergs og Bjarneyjar Elísabetar Narfadóttur:
5. Hörður Hallbergsson rafvirki, yfirverkstjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, f. 5. júní 1932 í Hafnarfirði, d. 20. desember 2016.
Barn Þuríðar og Karls Stefáns Daníelssonar:
6. Sigríður Kristín Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1929.

Jenný var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við verslun föður síns og voru verslunar- og afgreiðslustörf hennar aðalstörf utan heimilis.
Þau Birgir giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hafnarfirði, fluttu til Eyja, bjuggu í Goðasteini við Kirkjubæjarbraut 11, byggðu húsið við Fjólugötu 17, bjuggu þar, en fluttu til Hafnarfjarðar 1967 og bjuggu á Álfaskeiði 94.
Jenný lést 1995 og Birgir 2009.

I. Maður Jennýjar, (31. desember 1953), var Helgi Gunnar Birgir Magnússon húsasmiður, bankastarfsmaður, f. 18. ágúst 1934 á Ísafirði, d. 22. nóvember 2009.
Börn þeirra;
1. Magnús Rögnvaldur Birgisson, f. 12. nóvember 1954 í Hafnarfirði. Fyrrum kona hans Hanna Valdimarsdóttir. Fyrrum kona hans Björk Guðlaugsdóttir.
2. Día Björk Birgisdóttir, f. 15. maí 1961 í Eyjum. Maður hennar Erlendur Geir Arnarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.