Karólína Ingibergsdóttir (Múla)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Karólína Ingibergsdóttir húsfreyja frá Melhól (Undirhrauni) í Meðallandi fæddist 27. nóvember 1911 og lést 28. nóvember 1966 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ingibergur Þorsteinsson bóndi á Undirhrauni (Melhól), f. 30. desember 1856 í Sandaseli í Meðallandi, d. 30. júlí 1942 í Nýjabæ þar, og síðari kona hans Guðríður Árnadóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1873 á Hellum í Mýrdal, d. 22. október 1910 í Reykjavík.

Karólína var með foreldrum sínum á Melhól til 1923, var tökubarn í Botnum í Meðallandi 1923-1925, aftur hjá foreldrum sínum 1925-1928. Hún fluttist til Eyja, en kom aftur 1930 og var vinnukona á Melhól 1930-1931.
Þá fluttist hún að nýju til Eyja, var í vist á Múla í lok árs 1931, er hún giftist Kjartani Leifi.
Hann fórst í mars árið eftir.
Þau voru barnlaus.
Karólína fluttist til Reykjavíkur og giftist þar 1939 Ingimundi Ólafssyni. Þau eignuðust eitt barn.

Karólína var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (31. desember 1931), var Kjartan Leifur Vilhjálmsson sjómaður frá Múla, f. 20. mars 1906, drukknaði 30. mars 1932.
Þau voru barnlaus.

II. Síðari maður Karólínu, (5. október 1939), var Ingimundur Ólafsson handmenntakennari, f. 25. febrúar 1913 í Langholti í Meðallandi, d. 24. desember 2005. Foreldrar hans voru Ólafur Ingimundarson bóndi, f. 9. ágúst 1885, d. 15. október 1976, og kona hans Árbjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 3. september 1891, d. 8. ágúst 1984. Karólína var fyrri kona Ingimundar Ólafs. Síðari kona hans var Ingibjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1925.
Barn þeirra Karólínu og Ingimundar er
1. Ólafur Örn Ingimundarson byggingatæknifræðingur, f. 10. júlí 1947.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 4. janúar 2006. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.