Karl H. Bjarnason (prentari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Karl Halldór Bjarnason.

Karl Halldór Bjarnason frá Miðfjarðarnesseli við Bakkaflóa, prentari, húsvörður fæddist 13. febrúar 1875 og lést 15. febrúar 1957.
Foreldrar hans voru Björn Einarsson Andréssonar frá Bólu í Skagafirði, f. 3. júní 1845, d. 12. mars 1921, og Halldóra Kristín Árnadóttir frá Hrappsstöðum í Lundarbrekkusókn í S.-Þing., f. 28. júlí 1842, d. 5. nóvember 1942

Karl ólst upp á Langanesströnd með móður sinni og Jóhanni Kr. J. Árnasyni stjúpföður sínum.
Hann kenndi börnum í sveit sinni, varð prentari, vann við iðnina hjá Davíð Östlund, síðar í Hafnarfirði með Jóni Helgasyni, um fjögurra ára skeið á Eyrarbakka við Prentsmiðju Suðurlands og var þá um skeið ritstjóri blaðsins Suðurland. Hann flutti til Rvk 1914, vann við prentiðn, síðan um margra ára skeið í Laufaversluninni. Hann varð húsvörður í Arnarhvoli, sem þá var nýreist stjórnarráðsbygging. Því starfi gegndi hann um 25 ára skeið.
Karl var fenginn til að setja upp prentsmiðju í Eyjum fyrir Gísla J. Johnsen 1917. Það voru prentvélar úr prentsmiðju Östlunds (Þorkels Þ. Clements). Hann var fyrsti prentari hennar og prentaði fyrstu tvö tölublöð af ,,Skeggja“.
Hann skrifaði frásögnina ,,Fjarskyggni“, sem birt var í Bliki 1959.
Þau Guðrún Svanborg Jóhannesdóttir frá Dalhúsum í Bakkafirði, N.-Múl. Þau bjuggu í nokkur ár í Miðfjarðarnesseli, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Reykjavíkur 1905.
Guðrún lést 1921.
Þau Lilja Eyþórsdóttir giftu sig, eignuðust tvö börn.
Karl lést 1957 og Lilja 1969.

I. Kona Karls var Guðrún Svanborg Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 3. september 1878, d. 10. apríl 1921. Foreldrar hennar voru Jóhannes Bjarnason, f. 3. mars 1848, d. 14. apríl 1921, og Friðjóna Friðbjörnsdóttir, f. 15. ágúst 1857, d. 14. mars 1912.
Börn þeirra:
1. Gunnþórunn Ólafía Karlsdóttir, f. 18. júlí 1899, d. 14. júlí 1974. Maður hennar var Halldór Stefánsson rithöfundur.
2. Jón Karlsson læknir, f. 12. febrúar 1902, d. 11. júní 1935. Kona hans Guðbjörg Árnadóttir frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði.

II. Kona Karls var Lilja Eyþórsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1892, d. 2. júlí 1969. Foreldrar hennar voru Eyþór Jón Árnason, f. 15. september 1857, d. 16. febrúar 1920, og Þórey Böðvarsdóttir, f. 10. mars 1855, d. 27. júlí 1894.
Börn þeirra:
3. Karl Halldór Karlsson, f. 9. júní 1923, d. 29. maí 1994.
4. Svanborg Karlsdóttir, f. 9. febrúar 1928, d. 9. desember 2019.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.